Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 73

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 73
VALSBLAÐIÐ 71 2. fl. B. Ég var ansi taugaóstyrk í fyrsta leiknum, en þetta lagaðist. Við byrjuðum vel, því við skoruðum 2 fyrstu mörkin, en svo misstum við þetta niður og töpuðum 5:3. I sumar lék ég ýmist sem mið- herji eða í vinstra horni, og mér þyk- ir skemmtilegra að leika þar. Ástæðan til þess að ég gekk í Val var vafalaust sú, að ég á systir i Val, hún heitir Sigga Sigurðs og það hef- ur haft sín áhrif. Svo fluttum við í nágrenni Valssvæðisins og þá var þetta svo þægilegt að æfa með Val. Eftirminnilegasti handknattleikur- inn sem ég hef horft á, var leikur Meistaraflokks Vals og Fram í Gróttumótinu í sumar. Ég hafði aldr- ei séð þær tapa leik og mér fannst þetta alveg agalegt. Mér leið voða- lega illa meðan ó þessu stóð, því mað- ur átti ekki von á neinu nema sigri eins og vant var. En þegar maður fer að hugsa bet- ur um þetta, hafa þær kannske gott af þessu tapi, sem var nú kannske ekki svo óskaplegt. Við höfum góðan þjálfara, en það er Guðmundur Frímannsson og kunnum við sérstaklega vel við hann. Það er stór hópur, sem æfir í þess- um aldursflokki, og er vel mætt til æfinganna. Mér líkar félagslífið í Val mjög vel. Við héldum kökufundi við og við og spjöllum saman um leikina og æfingarnar í fyrravetur og ég vona, að fundir þessir haldi áfram í vetur. Ég hef mikinn áhuga fyrir hand- knattleiknum i Val. Félagsandinn í fyrra var mjög góður og verður það vafalaust í vetur. Vona að stelpurnar haldi vel sam- an í vetur og þá ætti að vera hægt að vinna flesta leikina á keppnis- tímabilinu. HörSur Hilmarsson, fyrirliði 2. //., 16 ára: Mér virðist þetta byrja vel hjá okkur núna það sem af er, það var ekki eins gott í fyrra og stafaði það ef til vill af því að hjá flestum strák- anna er áhuginn meiri fyrir knatt- spyrnunni. Ég held, að góður ár- angur náist ekki með því að stunda báðar greinarnar. Ég held líka að menn hafi ekki tekið hlutina alvar- lega í fyrra. Nú höfum við fengið harða þjálfara, sem halda uppi aga. Þessir ágætu þjálfarar eru Stef- án Bergsson og Gunnsteinn Skúla- son og fellur okkur vel við þá. Þeir hafa erfiðar æfingar, en við höfum gott af þeim og komnir á þann aldur að fara að geta tekið á. Ég er bjart- sýnn með þennan annan flokk, þar vantar ekki hæfileikana, það er að- eins að slípa demantinn. Ég hef víst ekki verið meira en 6 ára, þegar ég gekk í Val og fór að æfa knattspyrnu og lék í kappliði árið eftir, og lék i marki hjá C-lið- inu. Raunar var ég alltof stuttur og háði það mér tilfinnanlega. Ég fór svo að leika úti á vellinum, þegar ég var 10 ára og fannst mér skemmti- legra að vera þar. Ég man alltaf þegar ég lék fyrsta leikinn í marki, en það var leikur við Víking, en strákarnir þar voru ákaflega stórir. Þegar þeir sáu þennan stutta strák í markinu fóru þeir að hlæja og spauguðu óspart sín í milli og þótti mér þetta ekkert skemmtilegt. Það fór þó svo, stutta stund í byrjun leiksins, að brosið fór af þeim og vissu ekki, hvað þeir áttu að halda. Það vildi nefnilega svo undarlega til að ég varði alveg óvart þrumu- skot frá þeim, svo þeim leizt ekki á blikuna. Héldu víst, að þarna væi'i einhver rosamai’kmaður, en það fór af, því þeir skoruðu 5 mörk, en við eitt! Þetta þótti mér heldur slæm byi'jun. Margir leikjanna í handknatt- leiknum hafa verið skemmtilegir og margt óvænt komið fyrir. I því sam- bandi dettur mér í hug leikur okkar við 3. fl. Hauka i Islandsmótinu 1968. Haukar voru þá ekki með sterkt lið og töldum við okkur hafa í fullu tré við þá og gott betur og mundurn ná auðunnum sigri. Leikar fóru bó þannig, að Hauk- ar unnu leikinn með o mörkum gegn 9, og sami maðui'ixxn hjá Hauk- um skoraði 9 mörkin og öll eins. Þetta var okkar ágæti Þórir Jónsson, sem nú leikur með meistaraflokki Vals i knattspyi’nu. Mér finnst félagslífið gott í Val, en vafalaust gæti það vei'ið fjölbreytt- ara. 1 því sambandi vildi ég benda á, að forustumenn handknattleiks- ins i Val ættu að vinna meir að því að koma á fundum fyrir handknatt- leiksfólkið á veturna. Þá vil ég geta þess að ferðin til Lyngby var alveg dásamleg og mað- ur er dálítið stoltur yfir því að hafa nóð 2:2 við þetta ágæta lið, en það er með beztu liðunum í Danmörku, í öðru sæti cf ég nxan rétt. Vellir og allt í sambandi við íþróttasvæðið vakti atlxygli mína, og svo hinar ágætu móttökur, sem við fengum. Ég mæli þvi eindregið með þvi að haldið verði sambandi við Lyngby og efnt til skipti-heimsókna við og við, nxeð vissu millibili. Það mundi efla samheldnina hjá yngri flokkunum, sem vita, að einhvern- tíma kemur röðin að þeim að fara. Þetta yrði verkefni sem sameigin- lega er unnið að, og samheldnin gef- ur svo íþróttalegan árangur. Ég vil svo að lokum þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera með i Val, æfa í Val og keppa í Val. F. H. Hermann í „draumastöSu“ — markvörSur- inn ósjálfbjarga — og eftirleikurinn kitlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.