Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 16
14
VALSBLAÐIÐ
Ölafur H. Jónsson, ein af stoðum og styttum ValsliSsins, og landsliSsmaSur.
2. flokkur karla: Stefán Sandholt.
3. flokkur karla: Sigurður Dagsson
'Og Stefán Bergsson.
4 flokkur karla: Bjarni Jónsson,
Kristján Karlsson og Stefán Jóhanns-
son.
Meistara- og fyrsta flokk kvenna:
Þórarinn Eyþórsson.
2. flokk kvenna: Sigrún Ingólfs-
dóttir.
Telpur — byrjendur: Ragnheiður
Lárusdóttir og Guðbjörg Árnadóttir.
Flestallt þetta fólk er þegar búið
að ná miklum árangri og kann mikið
fyrir sér í handknattleiknum, og er
það tvímælalaust mikils virði, að
slíkir leiðbeinendur komi til sér-
staklega byrjunarárin og vafasamt
að allir geri sér grein fyrir þýðingu
þess.
Þá kemur fram í þessum kafla, að
aukin áherzla er lögð á útiæfingar á
sumrum. Meistara- og fyrsti flokkur
æfðu bæði utan- og innanhúss i sum-
ar og er þetta i fyrsta skipti i það
minnsta í 10 ár að æft er svo að
segja allt árið um kring.
Þessar sumaræfingar voru vel
sóttar þrátt fyrir votviðrin á s.l.
sumri. I lok þessa kafla segir orðrétt:
— Vil viljum svo að lokum þessa
kafla skýrslunnar þakka öllum þess-
um þjálfurum sérstaklega gott og
ánægjulegt samstarf og viljum við
sérstaklega færa þeim þakkir, sem
nú hætta þjálfarastörfum hjá deild-
inni, vonandi þó aðeins um stundar-
sakir, sem þau hvila sig frá þessu
erfiða, en jafnframt skemmtilega
starfi þjálfarans. Við vitum að við
mælum fyrir munn þeirra er nutu
tilsagnar þeirra.
Meistara- og 1. flokkur karla halda
sínum þjálfara, Reyni Ólafssyni. Al-
menn ánægja rikir með það, því
strákarnir eru sammála um það, að
hann sé einhver sá bezti þjálfari,
sem þeir hafa haft og er það ekki
nokkur vafi.
2. flokkur karla fær nú tvo þjálf-
ara, þá Gunnstein Skúlason og Stef-
án Bergsson.
3. flokkur karla fær einnig tvo
þjálfara, þá Stefán Gunnarsson og
Geirarð Geirarðsson.
4. flokkur einnig. Þá Stefán Jó-
hannsson og Jakob Gunnarsson.
Meistara- og 1. flokkur kvenna
halda sínum gamla þjálfara.
2. flokkur kvenna fær Guðmund
Frímannsson, fyrrverandi gjald-
kera deildarinnar og ætti þeim að
vera borgið.
Telpur, byrjendur. Þær munu
þjálfa Sigurjóna Sigurðardóttir og
Soffía Guðmundsdóttir.
Þá er aðeins eftir einn flokkur.
Það er nýr flokkur hér hjá okkur,
það er að segja 5. flokkur drengja
á aldrinum 11—12 ára, og er hann
enn þjálfaralaus. Spurningin er hver
vill vera svo vænn.
Svo sem sjá má og heyra, þá eru
töluverðar breytingar á þjálfaralið-
inu hjá okkur frá því á síðasta vetri.
Nýir þjálfarar eru þau: Sigurjóna,
Soffía, Jakob, Stefán Gunnarsson,
Geirarður, Gunnsteinn og Guð-
mundur. Við viljum ekki láta hjá
líða að bjóða þau velkomin til starfa
fyrir handknattleikinn í Val og von-
um jafnframt, að þeim megi auðn-
ast gleðilegar stundir með ungu og
efnilegu handknattleiksfólki í okkar
kæra félagi. Þess skal að lokum get-
ið, að þjálfarar þeir sem nú þjálfa
í vetur hafa fengið í hendur plagg
frá stjórn og trúnaðarráði deildar-
innar, sem inniheldur þjálfunaráætl-
un flokkanna. Þá stendur til að þjálf-