Valsblaðið - 24.12.1969, Side 19

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 19
VALSBLAÐIÐ 17 það í hlut M.K. 31 að þiggja það boð okkar. Sett var nefnd í málið, sem sá um alla skipulagningu og móttök- ur liðsins. Tókst þetta allt mjög vel og er nefndinni hér með þökkuð mjög góð störf við heimsókn þessa. Hagn- aður af heimsókninni varð heldur minni en gert var ráð fyrir, enda eru þessar vorheimsóknir alltaf dálítið varasamar, þvi hér eru orðin svo mikil samskipti við erlenda aðila á öllum sviðum, svo sem landsleikir, Evrópuleikir og annað. Danirnir voru mjög ánægðir með dvölina og óskuðu eftir því að þeir mættu á ein- hvern hátt endurgjalda þessar óglejonanlegu stundir. Þeir léku hér fjóra leiki við eftirtalda flokka: Nú í septembermánuði gerði meistaraflokkur karla víðreist og smelltu þeir sér í keppnisferðalag til Danmerkur og voru þar undir vernd- arvæng M.K. 31. Ferðin var farin á piltanna kostnað og voru þeir með ýmsar fjáraflanir. Ferðin tókst mjög vel og var bæði íþróttalega og félags- lega til mikils gagns fyrir þátttak- endur. Þrekmælingar. Eins og áður er vikið að í skýrslu þessari þá voru teknar upp á árinu reglubundnar þrekmælingar á meist- ara- og 1. flokki karla. Aðalhvata- maðurinn að þessu, svo sem mörgu öðru mikilvægu, var Jón Kristjáns- son. Kapparnir voru mældir þrisvar sinnum á tímabilinu og var greini- legt strax í byrjun, að menn skipt- Hér hefur Snorri fundiS leiSina aS markinu, en Björn er ekki á því aS gefa neitt eftir og tekur síSasta úrrœSiS. Helgi híSur og vonar. ust i tvo hópa gagnvart mælingum þessum. Annar hópurinn var mjög spenntur fyrir því að fá tækifæri til að geta fylgzt með því á ótvíræðan hátt, hvernig þróunin væri í stig- anda æfingastigsins hjá sér persónu- lega. Er það að sjálfsögðu markmið mælinganna. Hinn hópurinn, sem hafði ekki trú á mælingunum, sýndi það í verki og mætti ekki á mæling- ar. Þessi siðasttaldi hópur sá svo um að mælingar þessar gáfu þjálfaran- um ekki nógu góða heildarmynd á þann hóp, sem hann hafði til þjálf- unar. Eigi að vera eitthvað vit í kerfis- bundnum æfingum þá verður þjálf- arinn að hafa eitthvað til að miða við. Til að spyma við kæruleysi og leti manna við að mæta í þessar mæl- ingar ætti það að vera skilyrði til Á œfingu hjá II. flokki karla í handknattleik. Sœv- ar og Snorri sœkja, en Sig- urSur og Torfi verjast. að komast í meistaraflokkslið, í það minnsta að mennirnir hafi áður mætt i þær þrekmælingar, sem óskað hef- ur verið eftir hverju sinni. Hjálagt fylgir svo prentað álit þeirra, er fylgdust með þrekmælingunum á s.l. vetri, og er það fróðlegt til lestrar. Vonandi er að augu þeirra, er æfa, opnist sem fyrst fyrir gildi þrek- mælinganna, því eins og íþrótt okkar er í dag á mælikvarða við það bezta í heiminum, þá krefst það þess að menn æfi og æfi og þá sérstaklega þrekið. Lokaor'8. Við sem nú skilum af okkur verk- um erum þess meðvitandi, að ekki hefur nógsamlega vel til tekizt hjá okkur starfið í heild og hefði margt mátt betur gera. En samt vonum við það, að það sem við höfum kom- ið i verk verði deild okkar til heilla. Við gerðum okkur þegar í byrjun starfstímabilsins grein fyrir, að deild- in stóð höllum fæti peningalega, en ágætlega íþróttalega. Við reyndum að lagfæra peningahliðina, en það hefur ekki tekist nema að litlu leyti. Iþróttalega og félagslega höldum við að deildin standi nokkuð vel og er vissulega vel borgandi fyrir það. Við viljum að lokum þakka ykk- ur, góðu félagar, og þá sérstaklega þeim, er stutt hafa okkur í starfi, þvi það er nauðsynlegt fyrir stjóm á hverjum tíma að hafa góða bak- hjarla. Þá má alls ekki gleymast, að þakka þjálfurunum á s.l. vetri fyrir góð og óeigingjöm störf. Að lokum þetta. Við vonum, að stjórn sú er tekur við stjómartaum- unrnn megi verða farsæl og vel studd í starfi. Stöndum svo öll saman um 1. leikurinn var við lið blaðamanna — M.K. 31 27:17 2. leikurinn var við lið Vals — M.K. 31 19:20 3- leikurinn var við lið F.H. — M.K. 31 21:22 4. leikurinn var við úrval H.S.I. — M.K. 31 29:13

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.