Valsblaðið - 24.12.1969, Side 72

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 72
70 VALSBLAÐIÐ tækifæri til að leika æfingaleiki með meistara og fyrsta flokki, það gefur þeim reynslu og þá fá þeir að finna hvað bíður þeirra, þegar þeir fara að leika með fullorðnum. Mér hefur alltaf fundizt gaman að vera í Val, þar er góður félagsandi, og ég fann strax, þegar ég kom í félagið að ég var einn af hópnum. Ég var líka heppinn að njóta leið- sagnar Róberts, sem er góður þjálf- ari, maður sem hefur góðan aga, stjórnsamur, ákveðinn, og ekkert hræddur við að breyta liðinu, enda mikil barátta um að komast í það. Það er mikill áhugi í öðrum flokki núna. Við héldum marga fundi í vet- ur og átti utanferðin sinn þátt í því, en þeir þjappa hópnum saman. Ég ætla að halda áfram að æfa, og sé sannarlega ekki eftir að hafa byrjað á því, það er manns annað líf. Lárus ögmundsson, fyrirliSi 2. fl. B. Það var mikil barátta að komast inn í A-liðið í sumar, það var svo mikið af góðum annarsflokksmönn- irm. Þó verð ég að segja, að B-liðinu gekk vel í sumar, urðum Reykjavík- urmeistarar og íslandsmeistarar, en urðum svo neðstir í Haustmótinu og stafar það sennilega af því að við urðum að lána A-liðinu 3 af beztu mönnum okkar og það munar um minna. Við urðum líka æðihreyknir af okkar mönnum úr B-liðinu, þeg- ar við lékum þrír með A-liðinu móti Selfossi og svo vildi til, að tveir „láns- mannanna" skoruðu öll 7 mörkin, sem skoruð voru, en það voru Stefán Guðm. og Tryggvi Tryggva. Þetta kom öllum á óvart, þvi mörgum hafði gengið illa með Selfoss-liðið. Við vorum líka dálítið ánægðir með okkur að vinna Lyngby á malar- vellinum, en A-liðið stórtapaði fyrir þeim á grasvellinum, að vísu við önnur skilyrði. Samstaðan var mjög góð í öðrum flokki i sumar, enda vorum við mik- ið saman, skemmtum okkur saman, og svo gerði undirbúningurinn und- ir Danmerkurförina sitt. Þetta má líka þakka þjálfurunum, Róbert og Karli, því ég held að það hefði varla verið hægt að fá þá betri. Ég er aldrei ánægður með, eða skil ekki þann hugsanagang í sam- bandi við fyrsta flokkinn, að setja í hann gamla menn, sem ekki æfa, en lifa á fornri frægð, og það þó þeir væru í augnablikinu betri en ungi maðurinn, ef þeir æfðu og væru að berjast um það að komast í meist- araflokk, væri þetta skiljanlegt. Þetta finnst mér hljóti að drepa niður áhuga þeirra ungu, en ef þeir fengju að keppa, öðluðust þeir nauð- synlega reynslu og þeir fengju að kynnast því sem þeirra biður ef þeir halda áfram. Mér finnst þessir ungu menn vera settir út fyrir þá sem ekki æfa. Hins vegar er ég þeirrar skoð- unar að ekki megi gera of mikið að því að taka menn úr öðrum flokki og láta þá keppa með meistaraflokki. Mér finnst að það sé eðlilegra fyrir þá að það gangi rólega fyrir sig, að það hafi meiri aðdraganda að verða fastur í meistaraflokki á aldursskeiði annars flokks og ég tala nú ekki um landslið. Það var nú dálítið einkennilegt með mig að ég byrjaði ekki á þvi að iðka knattspymu fyrr en á öðru ári í þriðja flokki, og komst þá strax i B-liðið, og er á leið sumarið komst ég í A-liðið. Yfirleitt er ég fram- vörður og fellur það vel. Hef gam- an af þessari keppni og æfingum og það er óneitanlega þægileg tilfinn- ing að skora mark. Ég gat því miður ekki farið i för- ina til Lyngby í sumar, ég er i skóla og þurfti að vinna, en mér fannst Lyngby-liðið, sem heimsótti okkur í sumar skemmtilegt. I því var eng- inn veikur hlekkur og mér fannst þeir leiknari en okkar menn yfirleitt. Annars hefur Róbert alltaf lagt áherzlu á leiknina i öllum sínum æfingum og hefur notað inniæfing- arnar mikið til þess og ég tel að þær hafi mikið að segja og að það hafi náðst undraverður árangur, mið- að við þann fjölda, sem hefur verið á æfingum hjá honum. Þar hefur líka hjálpað til að aðstaðan, sem við höfum í Val er það góð, að betra þekkist ekki hér. Eins og ég gat um er góður félags- andi í flokknum og einhugur, og eiga fundahöldin að undanförnu sinn þátt í því, þau liafa gefið góða raun. Ég vona að þeir haldi áfram í vetur. Ég er ákveðinn að halda áfram fyrst ég loksins er byrjaður. Ég vona, ef Róbert hættir að æfa flokkinn, að það takist að fá þjálfara, sem er eins góður og Róbert. Ég vona einn- ig, að strákarnir haldi áfram og haldi saman eins og í sumar, á hverju sem gengur. Ekki sízt vegna þess að þar er mikið af góðum efnivið, sem Valur ætti að geta notið góðs af í framtíðinni. Mér virðist gott félagslíf í Val, gott samstarf milli deildanna og það ætti að gefa fyrirheit um áframhald- andi gott félagslíf. Hildur SigurÖardóttir, 2. fl. A., 15 ára: Þetta hefur nú gengið upp og of- an hjá okkur í 2. fl. kvenna á s.l. keppnisári. Þetta virðist byrja held- ur vel núna í haust. Okkur gekk illa i útimótinu í sum- ar, sem fram fór í Neskaupstað, og ég get ekki skýrt hvernig á því stóð, nema þá með því að við höfum ver- ið óheppnar. I íslandsmótinu vorum við í úrslitum en töpuðum. Það er mjög gaman að leika hand- knattleik og næstum hver leikur er skemmtilegur. Einna eftirminnileg- astur er mér leikur við Njarðvík i íslandsmótinu. Hann var ákaflega jafn og tvísýnn allan tímann. Þær byrjuðu að skora og við jöfnum og aftur taka þær forustu, en okkur tekst að jafna aftur og urðu þetta úrslit leiksins 2:2. Annars byrjaði ég að leika hand- knattleik, þegar ég var 10 eða 11 ára, og 12 ára fór ég að keppa með.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.