Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 32

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 32
30 VALSBLAÐIÐ leika heimaleiki sína í miðri viku á kvöldin. 5. Hingað hafa oft komið flokkar drengja og íslenzkir drengir keppt erlendis í knattspymu og hefur oltið á ýmsu um sigra, þó tækni og önn- ur knattspyrnukunnátta sé áberandi meiri hjá hinum erlendu flokkum. Hins vegar snýst þetta oftast við, þegar komið er upp í fyrsta aldurs- flokkinn, hvað snertir sigrana, en hlutfallið í listum og leikni helzt nokkumveginn. Hvernig skýrir þú þetta? Ég held að þarna komi ýmislegt til. Oft þegar við fáum hingað til lands erlend lið, getur það verið beggja blands, hvort þetta séu topp- lið af unglingum og oftast em þetta nokkuð góð lið, en þau geta þvi legið misjafnlega í deildum sínum heima fyrir. Það er rétt, við erum nær und- antekningarlaust með minni tækni- lega kunnáttu, í staðinn sýna okk- ar menn meiri keppnisvilja og kraft, og mér virðist félagsandinn síður en svo lakari en erlendra drengja. Það hefur oft borið á því, að hin erlendu lið kvarti undan krafti okkar drengja og hörku, og tapað. Þegar komið er upp í eldri flokkana, þá er greini- legt, að gestimir hafa fylgt eftir með aukinni tækni og meiri úthalds- æfingum og þrekæfingum, sem hafa átt við meistaraflokk þeirra. Séu þetta úrvalslið er valið úr miklum fjölda, en þó höfum við staðið okk- ur vel gegn einstökum liðrnn, Norð- urlandaliðum t. d., seinast í sumar, þegar AB frá Danmörku kom, var frammistaða okkar liða góð, miðað við mörk, og er þetta lið þó í fyrstu deildinni þar. Við höfum sem sagt oft náð góðum árangri í félagaleikj- um. Ef við hins vegar ræðum um landsleiki, þá kemur þar til að hin- ar fjölmennu þjóðir hafa svo mikið fleiri góða menn að velja úr. Við eigum einstaka menn, sem eru á horð við beztu menn landsliða ann- arra landa og vil ég t. d. nefna sem sóknarmann Hermann Gunnarsson í Val og sem vamarmann Ellert Schram, en við verðum alltaf að líða fyrir fámennið. Okkar landslið hef- ur aldrei borið hærra, en þegar kjarni þess hefur verið kjarni úr einhverju toppliðanna hér. Ef til vill gætum við sett saman landslið, sem væri ekki svo mikill munur á og Iiðum annarra landa, en ef við teflum svo fram B-liði mundi það sýna hinn mikla mismun. 6. Það er alkunna, að til Vals t. d. sækir mikill fjöldi ungra drengja í 5. flokki, og síðan fer þessum hóp stöðugt fækkandi í flokkunum eftir því sem þeir eldast og fram að þessu naumast hægt að halda uppi B-liði í öðrum flokki og óeðlilega mikill munur á fyrsta og Meistaraflokki. Hverjar eru orsakirnar til þessa? Ástæðurnar til þess, að þessum hópi, sem streymir til félaganna fer alltaf fækkandi eftir því sem þeir eldast, eru ýmsar. Þó þjónustan við piltana í fimmta flokki sé ekki góð, þá er umburðar- lyndi töluvert hjá þessum strákum. Ef þeir fá einn knött til að eltast við og heita félagsmenn í félaginu, sem þeir halda ákaft með, þeir gera sér margt lítið að góðu, en mæta sí- endurtekið til æfinga, eru ánægðir ef þeir komast í lið. Það skiptir þá engu þótt í liði verði allt að 15 manns, og þeir gera sér að góðu að bíða fyrir utan völlinn, þar til röðin er kom- in að þeim að taka þátt í leiknum. Það er reynt að sinna þeim sem komast í kappliðin aðeins betur og það er venjan að það verða þeir sem komast í kappliðin í 5. fl. sem halda svo áfram upp í 4. fl. og þar verð- ur að finna meginkjarnann, sem gengur í gegnum flokka félagsins upp í meistaraflokkinn. Ef þjálfararnir í hverjum flokki eru fleiri en einn er meiri möguleiki að halda úti fleiri liðum. Ég man eftir því einu sinni í Val, að við héldum úti þrem liðum í 4. flokki, en það kostar starfskrafta. Það er því greinilegt, að ef þessir starfskraftar eru fyrir hendi koma alltaf nægilega margir til æfinganna. Þegar á þennan aldur er komið virð- ist vera komið meira skipulag á tóm- stundir og komist þeir ekki að í keppnisliðum eru það fáir sem vilja halda áfram. Það virðist því vera markmiðið að komast í kapplið. Þetta er orðið svo alvarlegt, að þegar komið er upp í 3. fl. er stund- um vandræði að halda úti B-sveit- um með strákum, sem æfa að stað- aldri. Það er því greinilegt, að það þarf að veita meiri þjónustu eða meira en einn þjálfara. Það er því skilyrðislaust min skoðun, að það þurfi að vera meira en einn þjálfari í hverjum flokki. Ég hef gengið með það í kollinum, að það sé einn aðal- þjálfari í hverjum flokki, sem á að hafa umsjón með þjálfuninni, en svo þyrfti að vera hægt að fá menn til skiptis á æfingakvöldum til aðstoð- ar. Það þýðir, að þjálfarinn gæti skipulagt æfingar og þjálfun betur. Gæti sinnt þeim betur, sem ekki hafa komizt í lið og þetta mundi fleyta okkur töluvert áfram í getu og fjölda hæfra leikmanna. 7. Það kom einu sinni fram sú hugmynd hjá okkur nokkrum göml- um Valsmönnum, hvort það mundi geta orðið til þess að auka og styrkja þjálfunarstarfið í Val, að knatt- spyrnudeildin tilnefndi t. d. þrjá gamalreynda knattspyrnumenn, sem væru á vissan hátt til aðstoðar við leiðbeinendur, þar sem þeir legðu á ráð, þar sem m. a. væri gert að skyldu að vissum árangri yrði náð í hverjum aldursflokki fyrir sig og það metið í vissum hæfnisprófum. Hvernig lízt þér á slíka hugmynd og telur þú hana þess virði að henni væri gaumur gefinn? Ég er viss um að slíku yrði tekið fegins hendi, að fleiri tækju þátt í unglingastarfinu, það virðist sá þátt- ur starfsins, sem oftast hefur verið vanræktur. Ég tel því að eitt aðal- vandamálið hjá okkur 1 Val í dag, það er að skipuleggja unglingastarf- ið, svo við megum búast við betri árangri á öllum sviðum félagslífsins á næstu árum. Þessir „happdrættisvinningar“ í sambandi við þátttöku í alþjóðlegum leikjum hafa orðið til þess að reynt hefur verið að fylgja eftir getu meist- araflokksmannanna, en hafa þá fremur gleymt að örva og fylgjast með þeim yngri. Ýmislegt er það sem gera mætti til að örfa unga drengi í Val og í því sambandi vil ég benda á svo- nefndan „Jónsbikar", sem er fagur gripur, til keppni milli aldursflokk- anna í Val, en ég man ekki eftir að hafa nokkurntíma séð auglýst í húsakynnum Vals, hvernig keppn- inni liði meðan hún stendur yfir, hvert sumarið fyrir sig. Þessi gripur gæti haft mjög svo hvetjandi áhrif fyrir yngri flokk- ana sérstaklega. Stjóm deildarinnar á að sjálfsögðu að gefa upp tölur, sem gefa til kynna um það, hvernig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.