Valsblaðið - 24.12.1969, Side 28

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 28
26 VALSBLAÐIÐ ÁRNAÐ HEILLA Páll Sigurðsson 75 ára „Það er viss Ijómi yfir þessu tímabili á æviskeiði mínu “ Það var dálítið skemmtileg tilvilj- un, að sama sunnudaginn, sem ég spjallaði við einn af stofnendum Vals, Pál Sigurðsson, í tilefni af 75 ára afmæli hans, rabbaði ég einnig við nokkra komunga Valsmenn, um Val og viðhorf þeirra til Vals og knattspyrnunnar. Aldursmunur þess- ara Valsmanna var 62 til 65 ár, en þrátt fyrir þennan aldursmun var enginn skoðanamunur á viðhorfi þeirra til Vals á æskuárum beggja: Leikurinn með knöttinn var ákaf- lega skemmtilegur, félagslífið og samvinnan var ógleymanleg og eft- irminnileg. Þar gerðust ævintýri, sem Páll hefur aldrei gleymt, og af lýs- ingum þeirra ungu gerðust ævintýri á undanförnum árum, sem þeir gleyma ekki. Og þegar Páll lítur til baka á þess- um tímamótum segir hann, að það hafi verið viss ljómi yfir þessu tíma- bili á æviskeiði sínu. Þannig er knötturinn og félags- lífið, sem í kringum hann hrærist, sama á hvaða tíma það gerðist, hvort sem síðan höfum tekið að okkur að leiða þetta félag áfram? Já, mikið meira en það. Okkur dreymdi ekki stóra drauma þegar við fórum af stað, en nú er Valur orðinn stórveldi í íþróttalífinu hér og hver skyldi ekki vera þakklátur þeim góðu mönnum, sem hafa lagt hönd á plóginn og fómað ómælan- legum tíma í það að gera hann að því stórveldi sem það er orðið. Þær byggingar og sú aðstaða, sem félag- ið hefur skapað sér, tala ským máli um þá menn, sem haldið hafa um stjórnvölinn á umliðnum áratugum. Þar hafa margir lagt hönd að verki og mér finnst það ævintýri líkast, hvað lítill bolti getur orðið stór og merkilegur. Hvað vilt þú svo segja að lokum? Ég vil segja það, að þegar ég lít til baka yfir þessi ár er ég guði og sem menn kunna mikið eða lítið, ef þeim aðeins hefur tekizt að ná hinum réttu tökum á leiknum, réttu viðhorfi til hans og félagslífsins. Páll leit á aldrei á sig sem neina stjörnu í knattspyrnunni, þótt hann heillaðist af knettinum og væri með eins og hann hafði heilsu til. Kom- ungur að aldri leið Páll mikið heilsu- leysi, sem gekk það nærri honum, að hann beið þess aldrei bætur. Samt tók hann ástfóstri við knöttinn á æskuárum sínum og varð til þess ásamt öðram, að stofna knattspyrnu- félagið Val, félagið, sem varð til þess að ungu drengirnir, sem ég spjall- aði við, fengu notið þess sem þeir lýstu svo fagurlega og við hinir nut- um einnig á árunum milli þessara kynslóða, ef svo mætti orða það. Við stöndum þvi í þakkarskuld við Pál og þá ungu menn, sem stofnuðu fé- lagið á sínum tíma. Páll segir, að það hafi verið sitt stóra lífslán að hafa gengið í ungl- ingadeild KFUM, kynnzt starfsemi þess félags og ekki sízt að hafa notið góðum mönnum, og séra Friðrik, þakklátur fyrir það að hafa haft tækifæri, og að mér auðnaðist sú hamingja, að verða þess eiginlega valdandi að þetta félag fór af stað, að miklu leyti. Ég var þar ekki einn að verki, þar voru auðvitað meðstofn- endurnir með í verki. Að lokum vil ég óska Val gæfu og gengis, og vaxandi gengis, svo lengi sem hann nýtur ekki aðeins þeirra krafta, sem nú ber hæst, held- ur að honum megi auðnast að eign- ast ávallt betri og meiri menn, því enginn okkar er svo góður, að ekki megi finna mann meiri og betri, og að Val megi ávallt auðnast að eign- ast beztu og færustu mennina til þess að leiða starf hans áfram til gæfu og gengis, til ánægju fyrir þá sjálfa og til blessunar fyrir bæjarfélagið og þjóðina. F. H. Páll SigurSsson á yngri árum. þeirrar gæfu að kynnast séra Frið- rik Friðrikssyni og hafa átt þess kost að starfa með honum. Páll hefur líka sýnt í allri framkomu sinni, hvort sem það er á vinnustað, í hópi vina, eða á heimili sínu, að þar fer maður, sem nýtur trausts og vináttu, maður, sem hefur fengið ómetanleg- an styrk af trú sinni. Páll var af sjómannaættum kom- inn og mun hugur hans aldrei hafa hneigzt að sjómennsku, en hann var og er raunsær, enda greindur vel, og sá, að heilsa hans mundi ekki þola volk og erfiði sjómennskunnar og tók að læra prentiðn á unga aldri. Síðar setti hann á stofn, ásamt öðr- um, prentsmiðjuna Acta og var með- eigandi hennar um skeið eða þar til þeir félagar seldu prentsmiðjuna, en hinir nýju eigendur vildu ekki með neinu móti missa af starfskröftum Páls og verkhyggni og starfaði hann í fjölda ára í viðbót. Páll var fæddur í Reykjanesvita í Hafnahreppi 4. febrúar 1894, en fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur, þegar hann var 4 ára gamall. Faðir hans var stýrimaður á fiskiskútum á Skútuöldinni, ættað- ur úr Húnavatnssýslu, en móðir úr Þingeyj arsýslum. Páll er hress í anda, þótt hann hafi ekki getað unnið 8 síðustu ár- in, glöggur og minnugur, og þegar við förum að tala um stofnun Vals og fyrstu starfsárin, er eins og það komi svolítið sælubros yfir andlitið, þegar hann hugsar til þessara ára. Já, ég man það alltaf, segir Páll glaðlega, þegar við spurðum séra Friðrik hvort við mættum stofna knattspynufélag. Hann sagðist ekk- ert hafa á móti því, sagðist ekki hafa vit á þessum leik og ég held, að hon-

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.