Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 39
VALSBLAÐIÐ
37
ekki hefur staðizt breytinguna og
er það miður, því þar eru tækifæri
til að efla Val félagslega. Ég held
að nú sé hver að verða síðastur með
að halda lífinu í henni, þó svo að þar
sé starfandi duglegur og ósérhlífinn
formaður og ekki teymir hann fólkið
í skíðaskálann okkar og ekki stjórn-
ar hann snjókomunni. Skíðaskálinn
okkar er góður, þangað vantar bara
fólk. Nóg um það.
Það sem mér finnst neitkvætt við
deildaskiptinguna er félagið sjálft,
Valur sjálfur. Mér finnst menn fá
of mikla ofurást á hverri deild fyrir
sig. Félaginn í Val fyrir rúmum tiu
árum síðan greiddi ársgjaldið sitt til
Vals, ekki handknattleiksins eða
knattspyrnvmnar sérstaklega. Þá var
tilfinningin sú, að þú eða ég vorum
félagar í Val. Nú er það greitt í deild-
imar hverja fyrir sig og ef þú vilt
ekki gera upp á milli deilda, þá greið-
ir þú þetta til aðalstjórnar. Það sem
ég á við, er í raun og veru þetta:
Mér finnst margir af þeim eldri og
nokkrir af þeim yngri gera sér ekki
grein fyrir því, að Valur er ekki
aðeins ' knattspyrnufélag, þó svo að
nafnið gefi það til kynna. Mér finnst
að þeir mættu gefa hinum deildunum
gaum líka. Það er stundum erfitt
að sitja á þér, þegar maður sér marga
af hinum eldri og reyndari félags-
mönnum Vals flykkjast utan um eina
greinina, en lesa svo um hinar í blöð-
unum eða hlusta á tal manna og láta
það duga. Það er mikill stuðningur
ungu fólki í Val að vita að eftir þeim
sé tekið og fylgzt með í keppni og
æfingu.
Ægir Ferdinandsson, fyrsti form.
knattspyrnudeildarinnar og núver-
formaður félagsins:
Okkur þótti hlýða að ljúka þess-
ari upprifjun og skoðanakönnur
manna á deildaskiptingunni í Val
með þvi að lieyra ólit Ægis Ferdin-
andssonar á þessari skipan, en hann
var fyrsti formaður knattspyrnu-
deildarinnar og núverandi formaður
félagsins og er því öllum hnútum
kunnugur og hefur gengið í gegn-
um þennan „eld“, fyrst sem for-
maður í knattspyrnudeldinni og sið-
ar sem formaður Vals. Hann hafði
þetta að segja:
— Ég var mjög hlynntur því að
farið yrði út í þessa breytingu á sín-
um tíma og bjóst ég sannarlega ekki
við, að ég myndi lenda í stjóm slíkr-
ar deildar.
Þegar alvara var orðin í þessu
kom Sveinn Zöega til mín og spurði
mig, hvaða tillögur ég hefði um for-
mann í stjórn knattspyrnudeildar-
innar. Ég nefndi nokkra menn til
starfsins, en Sveinn virtist ekkert
taka í það, að lokum spyr hann mig,
hvort ég vilji taka þetta að mér.
Mér brá svo að ég skipti litum i sí-
fellu og snarsvimaði. En hann virt-
ist ekkert tillit taka til þess og hélt
áfram að nudda í þessu þangað til
að ég lét undan.
Nú, það var ekkert annað að gera
en að leggja sig fram i að móta þetta
og aðalstjórnin vildi litið skipta sér
af okkur.
Til voru þeir, sem voru andvigir
þessu, töldu að nú hefði aðalstjórnin
ekkert að gera og að í stjórnir deild-
anna mundu veljast alltof ungir
menn, sem varla væri treystandi til
þess að annast þessi mál.
Þegar maður lítur nú til baka eft-
ir þessi 10 ár og gerir upp við sig
hvernig þetta hefur gengið og tekizt,
get ég ekki annað sagt en að þetta
hafi verið mikið gæfuspor, til fram-
gangs félaginu. Sú spá, að aðalstjórn-
in mundi ekkert hafa að gera og væri
næstum óþörf, hefur reynzt óraun-
hæf. Nú getur hún beitt sér að ýms-
um málum, er snerta félagið í heild
og aðstoðað deildirnar ef með þarf,
þegar mikið liggur við. Ég get ekki
séð, hvernig aðalstjórnin ætti að geta
annast öll þau störf, sem nú falla til
og það þó nefndir væru starfandi
eins og áður. Það er mín skoðun,
að stjórn, sem kosin er á aðalfundi
deilda er mun sterkari en nefnd,
sem aðalstjórn félagsins tilnefnir.
Það hefur líka sýnt sig að sú skoðun,
að ungum mönnum væri tæpast
treystandi er mikill misskilningur.
Það er eitt af því jákvæða, sem kom-
ið hefur fram á þessum 10 árum i
sögu Vals.
Á þessum ío árum hefur það sýnt
sig, að fleiri ungir menn hafa komið
til félagsstarfa en nokkru sinni áð-
ur á sama árafjölda.
Höfuðkosturinn við deildaskipting-
una er sá, að við höfum flutt störf-
in af herðum fárra yfir á marga,
að óbyrgðin hefur jafnast á marga
af fáum.
F. H.
f
Guðmundur N.
Elísson
Fœddur 4. okt. 1931
Dáinn 17. oht. 1969
Með Guðmundi Elíssyni er geng-
inn maður, sem unni Val meir en
almennt gei-ist. Hann byrjaði ung-
ur að leika sér að knetti og ungur
gerðist hann félagi í Val. Hann lék
með yngri flokkum félagsins, meðan
hann rann það aldrrsskeið. I byrj-
un þessara ára áttum við saman
margar kvöldstundir og var þá þriðji
félaginn með, þ. e. knötturinn. Það
var ánægjulegt að sjá þann áhuga,
sem kom fram hjá Guðmundi og ekki
síður þær framfarir sem hann tók.
Náði hann undragóðum tökum á
knettinum, enda fór það svo að hann
tók 19 ára gamall að leika með meist-
araflokki Vals. Því miður voru það
aðeins tvö ár, sem hann keppti, en
losnaði þá úr tengslum við félagið
og komst þangað aldrei aftur, nema
hvað hann lék tvisvar í meistarafl.
9 árum síðar eða 1960. Ekki var það
vegna þess að hjarta hans slægi ekki
fyrir Val eða að áhugi hans í raun-
inni væri búinn fyrir knattspym-
unni. En það er svo oft, að það góða