Valsblaðið - 24.12.1969, Side 29
V ALSBLAÐIÐ
27
um hafi þótt þetta allt bara spark
út í loftið.
Síðar átti hann eftir að skynja
leikinn og uppeldisgildi hans og þá
varð Friðrik fyrir miklum áhrifum
af leiknum, og af þessu samstarfi
hans og Vals varð til Ijóðaflokkur-
inn Úti og inni.
Á þessum árum var Loftur Guð-
mundsson, síðar ljósmyndari, mikill
áhugamaður um marga hluti og þeg-
ar við stofnuðum Val var hann sjálf-
kjörinn formaður. I kringum hann
var alltaf líf og fjör og eitthvað að
gerast. Þama voru einnig mjög dug-
legir piltar eins og Hallur Þorleifs-
son, Guðmundur Kr. Guðmundsson,
Guðbjörn Guðmundsson og fleiri.
Loftur var lang leiknastur með
knöttinn og var næstum ómögulegt
að ná af honum knettinum ef hann
ætlaði sér að halda honum.
Tímabilið, sem við vorum að ryðja
völlinn, verður mér alltaf ógleym-
anlegt, samhyggðin var fráhærlega
góð, aldrei misklíð, allir gengust upp
í því að vinna verkið, vera saman
undir forustu séra Friðriks.
Það var alltaf eitthvað um að vera
og var séra Friðrik oftast sá, sem
hafði forustuna um verkefnin. Ég
man t. d. þegar hann fór á laugar-
dagskvöldi upp á Hamrahlíð til þess
að útsjá okkur strákunum svæði til
að leika okkur á daginn eftir. Á til-
settum tíma voru allir ferðbúnir og
var marsérað upp á Hamrahlíð á
sunnudeginum og haldið þar til mest-
an hluta dagsins. Við gáfum okkur
tíma til að vera við guðsþjónustu
að Lágafelli.
Einnig man ég eftir slíkri ferð út
á Seltjarnames, þar sem hópurinn
fór fylktu liði. Séra Friðrik hafði
mikið yndi af því að sjá unga drengi
ganga í skrúðgöngu um götur og
vegi. Þarna úti á Seltjarnarnesi lék-
um við okkur með fótíknött og ýmis-
legt allan daginn. Þessi ferð var mér
og raunar öllum hinum ógleyman-
leg-
Ég var aldrei í kappliði, en ég æfði
alltaf, mér þótti gaman að því. Yfir-
leitt var ég framvörður á æfingum
í þessi 9 ár, sem ég var með, en síð-
asta æfingin mín var 1920. Árið 1919
fór ég til Danmerkur til þess að
kynna mér prentverk, og þegar heim
kom, tók vinnan tíma minn allan,
að kalla.
Páll SigurSsson, umkringdur blómum á af-
mælisdaginn.
En þó að ég keppti ekki þótti mér
ákaflega gaman að horfa á kappleik-
ina og þá sérstaklega leiki Vals og
Fram, enda var haft á orði í þá daga,
að leikir þessara félaga væru beztu
leikirnir, sem fram færu í bænum.
Ég vil til gamans geta þess, að
stuttu áður en Árni B. Björnsson féll
frá, en hann var mikill Valsunn-
andi og keppandi fyrir Val í lang-
an tíma, áttum við alllangt tal sam-
an og rifjuðum upp „gamla daga“,
og þar kom fram hversu ánægðir
við vorum með framkomu Vals-
mannanna í leik, sérstakir hvað
snerti alla prúðmennsku. Við rifj-
uðum einnig upp og minntumst
þeirra bræðra Friðþjófs og Samúels
Thorsteinssona, sem höfðu mikil
áhrif á okkur Valsmenn og knatt-
spyrnuna í bænum á þeim árum.
Okkur Árna kom saman um, að
enn gætti þessara kosta hjá Val, þó
langt væri liðið frá beinum afskipt-
um séra Friðriks af starfi Valsmanna
og ég vona, að andi séra Friðriks
ríki alltaf meðal þeirra.
Árni B. Björnsson var mikill
mannkostamaður og það er enginn
af þeim, sem fallnir eru frá, sem ég
sakna eins og Árna.
Já, frá þessum fyrstu árum Vals
stafar alltaf einhver ljómi í minn-
ingunni í huga mínum og það eru
engir draumórar, það er þægileg
staðreynd.
Nú langar mig til að spyrja þig
svona að lokum, hvort þú sért ánægð-
ur með þá þróun, sem orðið hefur í
Val síðan þú hættir afskiptum af
Val?
Ég verð að játa, að ég hef ekki
fylgzt nógu mikið með í fjölda ára
og þekki Val lítið nú orðið. Vissu-
lega hefði ég óskað þess að sam-
bandið við KFUM hefði haldizt nán-
ara en það er nú orðið.
Hins vegar gleðst ég yfir og dáist
að afrekum Vals í byggingum suður
á Hlíðarenda, til þess að skapa æsk-
unni aðstöðu. Þar hefur ríkt fádæma
kraftur og dugnaður.
Þegar maður heyrir, að Valur hafi
sigrað í leikjum eða móti, yljar það
manni um hjartarætumar og mér
þykir vænt um ef félagið varðveitir
prúðmennsktma í leik.
Og þó Valur og ég höfum fjarlægzt
á þessari hálfu öld síðan ég hætti
störfum í félaginu, ber ég alltaf hlýj-
an hug til Vals og óska homnn alls
hins bezta og handleiðslu Guðs, sagði
þessi aldni Valsmaður að lokum.
Knattspyrnufélagið Valur þakkar
Páli Sigurðssyni fyrir brautryðjenda-
starf hans í Val og árnar honum
heilla í tilefni af þessum tímamót-
um í ævi hans. F. H.
Æfingin sknpnr mcistnrnnn.