Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 70

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 70
68 VALSBLAÐIÐ var yfirleitt vel mætt á æfingum, en það var ekki nógu mikil samheldni inni á vellinum i leikjum. Svo var það í sambandi við leiki við KR og Fram, að þeir voru mikið líkamlega stærri og þroskaðri en við. Við reynd- um að vera harðir á móti, en það gekk auðvitað ekki. Þá gerðum við tilraunir til að leika á milli þeirra, en það gekk ekki nógu vel og kom þá í Ijós, að við höfðum ekki þá tækni sem til þurfti og við æfum það víst ekki nóg. Mér er minnisstæður leikurinn við Fram, sem kallaður var „áflogaleik- urinn“. Leikar stóðu þannig í mót- inu, að við vorum búnir að tapa fyr- ir KR, en höfðum unnið hina, en Fram hafði tapað fyrir KR, svo Fram varð að vinna okkur. Fram skorar fyrsta markið í leikn- um, en við jöfnum, og standa leikar þannig í hálfleik. I byrjun síðari hálfleiks tekst okkur að skora og til þess að reyna að halda þessu, för- um við allir í vörn, en þeir halda uppi ofsalegri sókn. Við reyndum að tefja fyrir þeim eins og við gát- um og reyndum að vera harðir á móti. Þá æstust þeir enn meira og fóru að ýta allharkalega við okkur, enda voru þeir stærri og líkamlega sterkari, og þar hallaði á okkur. Dóm- arinn hafði ekki tök á þessu og áflog- in héldu áfram. Svo lenda nokkrir í hópáflogum og þá stöðvar dómar- inn leikinn. Þjálfarar beggja liða koma þá þjótandi inn á völlinn til þess að stilla til friðar. Tókst það sæmilega og var byrjað á ný. Voru þá um 10 mínútur til leiksloka. Ekki linnti sókn Framara, við björgum á línu, skotin þjóta framhjá stöngum og ofan við slá, en ekki tókst þeim að skora. Við sjáum, að ekki dugir að vera allir i vöm inn á vitateig, og förum að skipuleggja vörnina lengra frá markinu og gera smátilraunir til sóknar, sem ekki voru sterkar, en við gátum fært okkur ofurlítið fjær markinu. Nú, okkur tókst að halda þessu og þannig lauk leiknum með sigri okkar 2:1. Þetta þýddi að þrjú félögin urðu jöfn. KR vann þá keppni í þrem úrslitaleikjum. I leik okkar við Fram vorum við komnir i 2:0, en misstum þetta niður og töp- uðum með 3:2. Sennilega hefur bar- áttukraftinn vantað þegar á reyndi. Ég gekk í Val, þegar ég var 10 eða 11 ára, lék fyrst í C-liðinu, svo í 5. fl. A, og svo hélt þetta áfram í 4 B og 4 A, og komst svo strax i 3. A. Oftast hef ég leikið í stöðu hægri framvarðar, en hef þó leikið í flestum stöðum liðsins nema í marki. Yfirleitt skora ég 5—6 mörk á sumri og vel man ég eftir fyrsta markinu, sem ég skoraði, það var í leik við Víking í 5. fl. Þetta var skot af vítateigi og var það þægileg tilfinning. Næsta ár verð ég svo í 2 fl. og er ákveðinn í að halda áfram. Það ganga 10 strákar upp og ég held, að þeir ætli allir að halda áfram að æfa. Ég var ekki vel ánægður með meistaraflokkinn í Val í sumar, þeir leika ekki nógu vel, liðið er of mis- jafnt. Mér finnst þeir hafi ekki nógu gott auga fyrir samleik. Mér líka ekki miðjumennirnir, þeir halda knettinum um of og stöðva þannig leikinn um of. Það hefur ekki verið svo auðvelt að setja unga menn inn í liðið vegna þess að það hafa svo fáir komið úr öðrum flokki á und- anförnum árum, það var fyrst núna i sumar sem góðir annars flokks menn voru tiltækir. Ástæðan til þess að ég gekk i Val var sú, að ég smitaðist af skólafélaga mínum, fór með honum á æfingu, og þá voru örlögin ráðin og ég sé ekki eftir að hafa byrjað. Að lokum vildi ég segja það, að ég vona að félagsandinn í Val haldi áfram að vera eins og hann er nú. Ég hef það á tilfinningunni að fé- lagsandinn í hinum félögunum sé ekki eins góður og hann er í Val, a. m. k. er hann öðruvísi. Um leið og ég kveð þriðja flokk- inn óska ég, að hann haldi saman og berjist fyrir Val á komandi sumr- um. Kristján Þorvalds, fyrirliði 3. fl. fí. 15 ára: Þetta gekk ekki sérlega vel hjá okkur í þriðja B. i sumar. Þó urðum við i öðru sæti í Reykjavíkurmótinu, unnum Víking og KR, en töpuðum fyrir Fram. Mér er sérstaklega minnisstæður leikurinn við Fram í Haustmótinu. Þetta byrjaði ekki vel fyrir okkur, þvi í hálfleik standa leikar 2:0 Fram í vil. Strax í byrjun síðari hálfleiks tekst Birni að skora: 2:1, og við sækj- um og þegar langt er liðið á leikinn tekst Þórhalli að senda vel fyrir og nær Gisli að spyrna viðstöðulaust að marki Framara, en bakvörðurinn skallar út aftur, en við höfum heppn- ina með okkur, knötturinn var kom- inn inn i markið, þegar hann skall- aði, og þannig lauk leiknum 2:2. Við urðum því að keppa til úrslita við Fram og þann leik unnu þeir. Þegar ég byrjaði að keppa var ég settur sem útherji, en síðan hef ég leikið á ýmsum stöðum í liðinu, þó- oftast hægri framvörður (tengilið- ur). Hans, þjálfarinn okkar í sumar, lét okkur alltaf leika eftir vissum leikaðferðum og sýndi okkur þetta einu sinni á töflu. Ég var orðinn 10 ára, þegar ég kom í Val. Átti áður heima i Vestur- bænum og fór þar á 2 æfingar með KR. Á þessum árum var ég alltaf' i sveit á sumrum og þvi lítið við æf- ingar nema þá aðeins vor og haust. Man ég þó eftir fyrsta leiknum í g. fl. C. Það var leikur við Fram, en taugarnar voru í miklu ólagi og ég var lélegur i þeim leik. Sennilega hefði ég orðið fastur í kappliði í Val í fyrra ef ég hefði verið i bænum, en ég var í Grindavík allt sumarið hjá afa mínum þar og auðvitað fór ég i knattspyrnulið þar. Frammistaða okkar Grindvíkinganna var góð. Ég;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.