Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 62
VALSBLAÐIÐ
60
af mörkum danskra. Tóti kom með
glæsilegan oddfána til leiksins, en
var svo forsjáll að hampa honum
ekki, þar eð MK hafði engan fána
til skiptanna. Átti þessi hagsýni Tóta
eftir að sanna ágæti sitt oftar i ferð-
inni.
Annar leikur okkar fór fram í
Helsingborg i Svíþjóð. Andstæðingar
okkar voru sænskt 1. deildarlið,
Göta, frá Gautaborg. Urðu þeir nr.
6 í Alsvenskan í fyrra. Leikinn unn-
um við með 19:18 og var sá sigur
allt of lítill miðað við gang leiks-
ins.
Laugardaginn, 6. september, tók-
um við þátt í hraðmóti í Helsingör.
Lékum við fyrst við gestgjafa okkar
MK 31. Lauk honum með jafntefli
11:11 eftir framlengdan leik. Skildi
nú varpað hlutkesti um hvort liðið
færi í úrslit og sýndu MK-menn gest-
risni sína með því að gefa hlutkestið.
Ekki verður skilizt við þennan leik
öðru vísi en að geta um framlag
Öla Jóns. Hann trakteraði Danina
á 8 mörkum af þessum 11, sem við
skoruðum. Td úrslita lékum við svo
á móti Helsingör, sem urðu nr. 3 í
I. deildinni í fyrra. Léku þeir frá-
bærlega vel og þóttumst við góðir
Fimm gláSir kappar eftir vel heppnaSa
verzlunarferS hjá Regent Vesterbrogade, en
f>ar þótti mönnum gott að verzla, það eru
þeir Jón B, Stefán G, Jón Á, GeirarSur og
Vignir.
að halda í við þá lengi fram eftir
leiknum. Lauk leiknum með sigri
Helsingör 14:9. Markvörður Hels-
ingör, Bent Mortensen II., varði stór-
kostlega og er engri rýrð kastað á
okkar ágætu markverði, þótt ég segi
að Bent hafi verið „matchwinner“
Helsingör. A. m. k. þrívegis varði
hann skot af miðri línu á ótrúlegan
hátt. Eftir mótið og æðisgenginn
akstur frá Helsingör til Hafnar (160
km. hraði!) hélt MK 31 okkur sam-
sæti i félagsheimili þeirra. Svign-
uðu borð þar undan „smörrebröd“
og reyndist Óli Dönum dýr sem fyrr.
Þá átti Stefán Gunnarsson góðan
leik og var yfirferð hans á brauð-
fötunum með ólíkindum.
Síðasti leikur okkar í ferðinni og
jafnframt sá, sem var „aðalleikur“
fararinnar, var á móti sjálfum Dan-
merkurmeisturunum, H.G. Lið þetta
þarf varla að kynna. H.G. er talið
með sterkustu liðum Evrópu og hef-
ur innan sinna vébanda kempur eins
og: Bent Mortensen I., Jörgen Ped-
ersen, Carsten Lund, Palla Nielsen,
Gert Andersen og marga fleiri. Hér
gafst okkur tækifæri til að fá sam-
anburð við það bezta í handknatt-
leik álfunnar. Við vorum því stað-
ráðnir í að leggja okkur alla fram,
en þess ber að geta, að menn voru
orðnir langþreyttir af húðarrápi og
stífu keppnisprógrammi. Hins vegar
vorum við orðnir samstilltari en við
vorum í upphafi ferðarinnar og því
gengum við óhræddir til leiks. Byrj-
un leiksins var góð. Leikkerfi okkar
gengu eins og vel smurð vél. Stað-
an var 6:3 okkur í vil um miðbik
hálfleiksins. H.G.-menn hafa senni-
lega vanmetið okkur, því að nú tóku
þeir af skarið og komust í 12:8, þeg-
ar hálfleiknum lauk.
Ekki var byrjun síðari hálfleiks
efnileg. H.G. skoraði fyrstu 2 mörk-
in og staðan var orðin 14:8. Nú fór
allt að ganga betur hjá okkur. Á
stuttum tíma komumst við í 14:15
og var sá leikkafli okkar bezti í ferð-
inni. Gaman hefði verið að Reynir,
þjálfari, hefði séð árangur erfiðis
síns, en hann gat því miður ekki
farið þessa ferð. H.G.-menn taka aft-
ur sprett og komast í 22:16. Hélzt
sá munur til leiksloka og endaði leik-
urinn 27:20 fyrir H.G. Var frammi-
staða okkar vel viðunanleg, þegar
styrkleiki andstæðinganna er hafð-
ur í huga. Má segja að allir hafi átt
góðan leik og losaði Tóti sig loksins
við oddfánann góða. Forráðamenn
H.G. sögðu eftir leikinn, að við ætt-
um jafngóðar skyttur og þeir, en
nýttum þær ekki á réttan hátt.
Fannst þeim vanta „blokkeringu“
hjá okkur, og reyndar öllum ísl. lið-
um.
V.
Heimferð áttum við góða, með
minningar, sem lifa ótrúlega lengi.
Ekkert skyggði á ágæti þessarar far-
ar. Við komum að vísu ekki heim
með stóra sigra, en við komum heim
sem LIÐ. Ég efast ekki um, að liðið
sé betur undir átök húið eftir förina
en áður. Eitt það ánægjulegasta við
ferðina var samstilling liðsins bæði
í leik og utan vallar. Tilgangur ferð-
arinnar gleymdist aldrei, nema stutta
stund í einu, og menn skemmtu sér
af vísindalegri nákvæmni, minnug-
ir þeirra átaka, sem framundan biðu.
Ég vil að lokum þakka fyrir hönd
okkar, strákanna, öllum, sem gerðu
ferð þessa mögulega og vona að við
verðum ekki dulspekilegt vandamál
í framtíðinni.
Pólsku meistararnir -
Frh. af bls. 51.
í aðra umferð keppninnar. Og aðr-
ar sögðu það fyrir þá gert að sigra
ekki í síðari leiknum með 7 marka
mun. Allavega er frammistaða
kvennaliðs okkar í þessari viðureign
félaginu til mikils sóma og rétt einu
sinni enn gátu Valsmenn verið stolt-
ir af meistaraflokki kvenna í hand-
knattleik.
S.dór.