Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 68

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 68
66 VALSBLAÐIÐ I íslandsmótinu gekk það heldur ekki nógu vel. Leikurinn í Keflavík verður mér minnisstæður, því þar voru línuverðir á sama aldri og við vorum og virtust okkur síður en svo hliðhollir, tóku af okkur löglega skor- að mark að mínu áliti og fleira gerðu þeir, sem leit út eins og þeir væru að ná sér niðri á okkur. Mér finnst þetta dálítið svona þegar keppt er úti á landi. Það var lika óheppni fyrir okkur hvað völlurinn var óslétt- ur og rokið mikið, því þá náðum við ekki samleiknum, sem við höf- um tamið okkur. I Haustmótinu keppti ég ekki, var lasinn, en urðum í öðru sæti, Vík- ingur vann. Strákarnir mættu yfirleitt vel á æfingar og náðu góðum árangri, en það var eins og óheppnin elti okkur í svo mörgum leikjuin. Þó vorum við heppnir í leiknum við Fram. I hálfleik stóðu leikar 2:1 Fram í vil, og leit lengi út fyrir að leikurinn mundi enda þannig, en á síðustu 10 mínútunum skorum við 2 mörk og leikurinn endaði 3:2. Mér þótti gaman að sjá skjölin, sem afhent voru í haust og er þakk- látur fyrir það, þau hefðu bara átt að vera komin fyrr, því fyrir nokkru var ég í liði, sem vann tvö mót það sumar. Ég er sannfærður um að strákarnir, sem fá þessar viðurkenn- ingar, eiga eftir að hafa mikið gam- an af þeim, þær verða þeim hvatn- ing og binda þá fastar við félagið. Það virðist áframhaldandi áhugi hjá strákunum og hafa mætt vel í vetur, það sem af er, nú svo er kom- in röðin að okkur að vinna Viking! Þessi ungi maður kemur viðar við en í knattspyrnunni. Hann hefur, allt frá því að Valur byrjaði á bad- minton, æft þar og það með góðum árangri, orðið meistari. Um badmin- ton segir hann m. a.: Ég byrjaði að æfa badminton í fyrrahaust og tók þátt í jólamóti Vals í sveinaflokki og unnum við Hrólfur .Tónsson í þeim flokki í tví- liðaleik. Við unnum líka í tvíliða- leik sveina á Reykjavikurmótinu. Ég hef gaman að badminton, en þó hef ég meira gaman að knattspyrnu og legg meiri áherzlu á hana. Ætla samt að halda eitthvað áfram með bad- minton. Ég vil svo að lokum segja, að allt frá því að ég byrjaði að æfa í Val, varð ég strax á fyrstu æfingunni var við mikla vinsemd og hefur það hald- izt æ síðan. Félagsandinn er líka svo góður. Við höldum fundi við og við og eru þá oft sýndar knattspyrnu- myndir og lærir maður mikið af þeim. Ég horfi líka á ensku knatt- spyrnuna í sjónvarpinu og mér finnst ég hafi mjög gott af því. Davíð Luðvíksson. 4. fl. A., 13 ára: Mér finnst það hafa gengið held- ur illa hjá okkar flokki i vetur, en þetta fer þó heldur batnandi og ég held, að ef við verðum duglegir að æfa, getum við gert okkur vonir um að komast langt í Islandsmótinu. Enn höfum við ekki náð nógu vel saman, enda ungir og stutt síðan við fórum að æfa í haust, en siðustu æfingarnar lofa mjög góðu. Ég var 11 ára, þegar ég gekk í Val. Var raunar fyrst í KR í knatt- spyrnu, en mér féll þar ekki, svo var mér strítt með þvi að vera í því félagi, þar sem ég átti heima í Barma- hlíðinni, svo ég fór í Val og kann vel við mig þar. Ég byrjaði lítils háttar að keppa í fyrra, en var þó oftast á varamanna- bekknum, svo ég þurfti ekki að vera neitt taugaóstyrkur. Það sem af er í vetur hef ég keppt í öllum leikj- unum í 4. fl. og þá hefur tauga- spennan sagt svolítið til sín. Það er mikill fjöldi sem kemur á æfingarnar, getur komist upp í 3—4 lið. Vegna þessa fjölda sem kemur, má segja að tíminn sé of stuttur fyr- ir okkur, og getur það lika verið or- sökin til þess að við náum ekki nógu vel saman. Annars er alltaf gaman að leika handknattleik, en þó koma alltaf leikir sem skera sig úr. Þannig er mér minnisstæður leikurinn við KR, þegar við, töpuðum 12:5. Það er hálf- ljótt að tapa með svona miklum mun. Nú, og svo var það leikurinn um daginn við Víking, þar sem við átt- um allan leikinn en töpuðum hon- um samt. Svipað var um leikinn við IR, við byrjuðum vel í fyrri hálf- leik, en misstum svo allt niður i þeim síðari, en það var nú fyrsti leikurinn á vetrinum. En sem sagt við gerum okkur von- ir um að ná mikið betur saman, þeg- ar liður á veturinn. Við höfum mann- afla í þetta, en það vantar samstarf- ið ennþá, enda er liðið ungt. Stundum höfum við töflufundi á sunnudögum fyrir leiki og ég mundi mæla með kökufundum við og við í vetur og kvikmyndasýningum af handknattleik ef mögulegt væri. Þjálfararnir okkar, þeir Stefán og Benedikt, eru mjög góðir og ég er ánægður með félagslífið í Val, held að það sé betra en í öðrum félögum, og ég hef heyrt stráka úr öðrum fé- lögum halda því fram líka. Ég iðka dálítið knattspyrnu á sumrin og er þá í marki í fjórða flokki og ég hugsa mér að halda áfram við hvort tveggja. Annars hefur maður ekki svo mikinn tíma, þvi maður verður að hugsa um námið og mér þykir gaman í skólanum. Ég vildi koma því á framfæri hér, að við fengjum útiæfingar á sumrin í handknattleik. Mér finnst það of langur tími, sem æfingarnar falla niður og það tekur svo langan tíma að byggja þetta upp aftur. Ef við æfðum á sumrin mundum við koma samstilltari til æfinga og leika inni á haustin. Svo er annað sem mér finnst að gæti verið gagnlegt í handknattleikn- um hjá okkur í Val, og það er að koma á æfingaleikjum innanfélags milli 4. fl. A. og 3. fl. B. og einnig milli 3. fl. A. og 2. fl. B. Það mundi hjálpa til að herða sveitirnar upp. Ég vil svo að lokum skora á strák- ana í 4. fl. að standa saman og æfa vel og vera Val til sóma með fram- komu sinni á leikvelli og utan. Guðlaugur Níelsson, 13 ára, fyrirliði í 4. flokki B: Ég held að ég hafi verið 9 ára, þegar ég byrjaði að æfa knattspyrnu og ég gekk í Val vegna þess, að það var svo stutt að fara þangað á æf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.