Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 59

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 59
VALSBLAÐIÐ 57 til að ganga í Val. Raunar má segja að áhuginn hjá þeim sé vaknaður, en þeir eru bara svo ungir ennþá. — Hafið þið fylgzt náið með fél- agsstarfinu í Val? — Ekki félagsstarfinu beint, en við höfum komið hingað upp á Vals- völl oft á kvöldin i sumar og fylgzt með æfingum hjá strákunum og það hefur veitt okkur meiri ánægju en okkur hefði grunað. Hér er svo mik- ið líf og fjör, að allir hljóta að hríf- ast með og eftir að hafa kynnzt þessu, þá undrar mann ekki hve áhuginn er mikill hjá strákunum. — Þetta er þá sennilega i fyrsta sinn sem þið komið hingað á Vals- daginn? — Já, en ekki í síðasta skiptið, því okkur finnst þessi hugmynd stór- snjöll og mættu önnur félög gjarnan taka Val til fyrirmyndar í þessu, sem ýmsu öðru. Hér gefst þeim foreldr- um, sem eiga hörn sín í félaginu, tækifæri til að kynnast allri félags- starfseminni og að ræða við forráða- menn félagsins og ættu foreldrar að notfæra sér þetta og taka um leið meiri þátt í áhugamálum barna sinna. Við teljum að Magnús sonur okkar liafi haft mjög gott af veru sinni í Val, þótt hún sé ekki orðin löng ennþá. — Farið þið á leiki, sem sonur ykkar tekur þátt í? — Já, við gerum það eins oft og við mögulega komumst og við höf- um tekið eftir því, að alltof fóir for- eldrar gera það, því það hlýtur að vera uppörfandi fyrir svona litla stráka, að sjá pabba og mömmu fylgj- ast með þeim í keppni vegna þess að á þessum aldri eru þau svo mik- ils virði. Að svo mæltu kvaddi ég þessi ágætu hjón og færi betur að fleiri foreldrar sýndu börnum sínum slík- an áhuga meðan þau eru að feta sín fyrstu spor á íþróttasviðinu. S.dór. „Kynni okkar af Val eru mjög ánægjuleg," — segja hjónin Aslaug Arna- dóttir og Pétur Sveinsson Meðan 3. flokkur kvenna í hand- bolta var að keppa við jafnöldrur sín- ar úr Árbæjarhverfinu, hamaðist veðrið hvað mest og maður sárvor- kenndi stúlkunum að leika í þessu veðri. Áhorfendur voru að vísu ekki margir, en þeim mun áhugasamari þeir er voru. Meðal þeirra rakst ég á hjón sem fylgdust með af miklum áhuga og ég þóttist þess fullviss, að þarna væri um foreldra að ræða sem ættu dóttur í öðru hvoru liðinu. Það kom á daginn að tilgáta mín var rétt, þarna var um hjónin Áslaugu Árnadóttur og Pétur Sveinsson að ræða, en dóttir þeirra, Sigurbjörg, leikur með 3. flokki í Yal. Ég byrjaði á að spyrja livort þau væru Valsfólk frá fyrri tíð. — Nei, við erum það ekki og fór- um ekki að fylgjast með Val fyrr en dóttir okkar hóf að leika með félaginu. Ég hef þó ætíð fylgzt nokk- uð með iþróttum frá því að ég var stelpa í Vestmannaeyjum, sagði Ás- laug, en þar var mikið íþróttalíf, þegar ég var að alast þar upp. Ég hef aftur á móti litið fylgzt með íþróttum fyrr en upp á síðkastið, sagði Pétur. — Nú hafið þið kynnzt félagslífi Vals nokkuð, eftir að dóttir ykkar gekk í félagið. Teljið þið eftir þau kynni, að félagslifið sé eins gott og þið vonuðust til? — Alveg hiklaust, svöruðu þau bæði, og ég tel, sagði Áslaug, að svona iþróttafélag hafi ótvírætt upp- eldisgildi fyrir unglinga. Það er bæði þroskandi og heldur unglingum frá öðru miður hollu, að æfa og starfa í íþróttafélagi á borð við Val. Við erum alveg ákveðin í að gera allt sem í okkar valdi stendur til að yngri dóttir okkar gangi í Val og æfi þar og starfi. Sem betur fer er hún þeg- ar farin að hafa áhuga og hefur þar smitazt af eldri systur sinni. Svo er annað sem við viljum taka fram, en það er hvað við erum hrifin af þessum Vals-degi. Ég er alveg viss um það, sagði Pétur, að Vals-dagur- inn tengir aðstandendur unglinganna i félaginu mun sterkari böndum en ella, enda er eflaust til hans stofnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.