Valsblaðið - 24.12.1969, Side 48

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 48
46 VALSBLAÐIÐ Hermann Gunnarsson: Siglt ú vit ævintýra Þegar við fórum að raða niður efni í blaðið að þessu sinni þótti okkur sjálfsagt að leita fregna frá Hermanni Gunnarssyni, sem þá var fyrir stuttu farinn í „vík- ing“ að hætti fornra kappa, og heyra hvað um væri að vera á þeim „vígvöllum“, sem hann geystist um með brugðnum knattspyrnu- brandi. Voru fyrir hann lagðar ýmist djúpar eða grunnar spurn- ingar, og koma nú svörin hér eins og „perlur á bandi“. Siglt á vit ævintýra. Það hafði svo sannarlega verið skjót ákvörðun, er ég ákvað að sigla á vit ævintýra í júlímánuði 1969. Töskum sveiflað og flugvélahreyflar ræstir án þess að ég fengi rönd við reist eða hvað þá að kveðja almenni- lega vini og vandamenn. Kvöldið fyr- ir brottför mína kvaddi ég þó Vals- menn á Hlíðarenda og þá gerðist atvik, sem ég bjóst við að myndi hindra brottför mína. Vinur minn og góð-Valsari, Björn Carlsson, tók að kveðja mig með hugljúfu ávarpi! Ég þakkaði mínum sæla að ná flug- vélinni, sem bar mig í loftið um 9- leytið morguninn eftir. Björn hafði verið hraðmæltur! För minni var heitið til Austurrík- is, þar sem ég ætlaði að kynnast því, liðinu fyrir tveimur árum og virtist hann mjög óánægður með að við skyldum leika báða leikina úti og hann, þar af leiðandi, ekki fá að koma — Þetta hefur sem sagt verið hin ánægjulegasta ferð? —- Alveg tvímælalaust með þeim betri sem ég hef farið og þær eru orðnar nokkuð margar. Þetta var líka einstaklega vel samstilltur hópur með þá Elias Hergeirsson, Friðjón Friðjónsson, Þórð Þorkelsson, Skúla Steins, Árna Njálsson sem fararstjóra og þjálfarann Guðbjöm Jónsson. S.dór. hvernig „meginlandstuðrusparkarar1 ‘ bera sig að við þennan skemmtilega leik, sem nefndur er knattspyrna á íslandi, brjálsemi í Argentínu og fjöldaglíma í Kína! Ég gekk þannig frá öllum hnútum heima, að ég gæti verið laus hvenær sem ég vildi það hafa, því ómögulegt var fyrir um það að segja, hvernig mér myndi lít- ast á þessa nýju tilveru. Eftir tiu stunda „transport“ í lofti lentum við svo á ljósum prýddum flugvellinum í Vín, ég og samfélagi minn, Walter Pfeiffer, sem hafði boðið mér upp í „hinn nýja dans“ í þessu fyrirheitna landi. Við hlutum frábærar móttökur og mátti líkja þeim við það, þegar „ame- rísku“ strákarnir höfðu lent heilu og höldnu eftir rápið á tunglinu, sællar minningar, en við vorum þó ekki settir í neitt sérstakt búr. Árla næsta morguns lögðum við land und- ir fót og fluttum okkur um 50 km suðaustur á bóginn og létum staðar numið, er við komum til höfuðstað- ar Burgenlands, sem er mjög víð- áttumikið hérað í austurhluta lands- ins og tilheyrði áður fyrr landi Ung- verja, sem er eins og allir vita, í „austurblokkinni“. Nýja félagið heit- ir Sportclub Eisenstadt og ber nafn borgarinnar, sem telur um 10 þús- und ágæta ibúa, sem draga að mestu fram lífið á vínyrkju. Minn ágæti félagi, Frímann Helga- son, sem er Valsmönnum e. t. v. „ókunnur“, því hann er þessi al- kunni skapari innan félagsins í fram- kvæmda- og félagsmálum um árabil, gerði mér ljótan óleik. Hann sendi mér til Austurríkis „fyrirsagnir", sem ég átti síðan að fylla undir. Sennilega hefur hann gert það vegna gruns um óhöndugleika minn og ým- islegt gæti aflaga farið í fingrum mínum (það er blessaður handbolt- inn, sem gerir það) og mátti ég sann- arlega þakka fyrir að fá ekki grein- ina senda frá honum til að kvitta undir“. Fyrsti leikurinn með Eisenstadt. Ég hafði verið í Austurriki í mán- uð, þegar „orrustan" hófst, sjálft keppnistímabilið. Þessi mánuður varð mér hrein martröð vegna hita- bylgju, sem gekk yfir landið (senni- lega komið frá íslandi). Þurfti ég á þeim tima að yfirgefa 7 íslenzk kíló á æfingasvæðum félagsins og hélt ég á tímabili, að ef þessum „gjöf- um“ mínum linnti ekki, þá yrði mér þrykkt utan á umslag og sendur heim í pósti! Eisenstadt hafði leikið um 8 æfingaleiki fyrir keppnina og hafði mér tekizt að pota i mark fjórtán sinnum. Fyrsti alvöruleik- urinn var gegn einu sterkasta liði Austurríkis, Admina Energie. Það urðu talsverð umrót i maganum fyr- ir leikinn og ekki bætti úr skák, að hitinn var um 35 stig og andstæð- ingar okkar léku á heimavelli. Leik- völlur þeirra er nýbyggður og er án efa einn bezti í Evrópu, enda var leikurinn i samræmi við völlinn — eða vel leikinn. Ég var nokkuð óhepp- inn í fyrri hálfleik (0:0) og átti m. a. tvö stangarskot. í þeim síðari tókst mér að skora með viðstöðu- lausu skoti af 16 metra færi, en það féll andstæðingum okkar ekki fylli- lega, svo þeir jöfnuðu fyrir leikslok. Við máttum vel við úrslitin una og verður þessi leikur mér lengi minn- isstæður fyrir margt, þó einkum og sér í lagi fyrir það, hve knattspyrn- an var algjörlega látin sitja í fyrir- rúmi. * Samvinnan innan liðsins var mjög góð til að byrja með, en fór síðan versnandi ýmissa hluta vegna. Helztu ástæður voru, að félaginu gekk miður vel í upphafi keppnis- tímabilsins og einnig að keppnin um að skipa sæti i bezta liðinu varð geysihörð. Tóku menn síðan til þess ráðs að rægja næsta mann, auðvitað með það i huga að komast sjálfir að. En þetta er ekkert einsdæmi í meg- inlandsknattspyrnunni og til að mynda höfum við dæmi um slíkt á íslandi, þó skömm sé frá að segja! Þegar vel gengur „eiga menn allan heiminn“, og þegar ekki er allt í hag, þá er flest til foráttu fundið. Öeining og ósamheldni koma þá strax við sögu. „Ljúgvitni geysa yfir hér- uð og fara hratt“. T. d. varð leikmað-

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.