Valsblaðið - 24.12.1969, Side 15

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 15
VALSBLAÐIÐ 13 1SLANDSMEISTARAR VALS 1 ÚTI-HANDKNATTLEIK I KVENNAFLOKKI 1969 Á AKRANESI. FREMRI RÖÐ f. v.: Sigrún Gu'ömundsdóttir. SigríSur SigurSardóttir, OddgerSur Oddgeirs- dóttir, Sigurjóna SigurSardóltir, Anna B. Jóhannesdóttir og Soffía GuSmundsdóttir. AFTARI RÖÐ f. v.: Ölöf SigurSardóttir, Ragnhildur Steinbech, Björg GuSmundsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Bergljót DavíSsdóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, GuSbjörg Egilsdóttir og RagnheiSur Lárusdóttir. ferð meistaraflokks karla og studdi þá eftir beztu getu. Ferð þessi varð að veruleika í. september og stóð í ío daga eða til ío. sama mánaðar. Farið var til Danmerkur og leiknir þar 4 leikir og einn í Svíþjóð. Ferð- in tókst mjög vel og voru þátttak- endur mjög ánægðir í alla staði. (Sjá grein Bergs Guðnasonar annars stað- ar í blaðinu). Þjálfarar veturinn 1969—1970. Ekki þótti stjórninni, sem nú læt- ur af störfum, annað koma til greina en að það væru vísir þjálfarar fyrir flokkana, nú þegar þetta keppnis- tímabil hófst. Þetta mál, sem alltaf á hverju hausti er nefnt þjálfara- vandamál, ætlaði að verða okkur í stjórninni ansi mikið vandamál. Og vorum við orðin vonlítil um að úr mundi rætast, þegar allt í einu við vorum búin að fá þjálfara fyrir alla flokka, nema þann yngsta og er það svo enn þann dag í dag, að ekki hefur rætzt úr með þann flokk. Það sem bjargaði okkur nú sem fyrr voru félagarnir sjálfir, þó svo að ekki sé æskilegt að þeir séu að þjálfa, sem sjálfir eru að æfa og keppa, en þetta bjargast alltaf á áhuganum og þýddi þessi starfsemi litið ef ekki væri áhugi fyrir hendi. — I kaflanum „Þjálfun og þjálf- arar“, er þess getið, að Ragnar Jóns- son, sem verið hafði þjálfari pilt- anna, treysti sér ekki til að annast þjálfun meistaraflokks áfram, og eru honum þökkuð vel unnin störf og ánægjulegt samstarf. Hófst þá leit að nýjurn þjálfara fyrir meistara- og fyrsta flokk karla. Tókst stjórninni að lokum að ná sam- bandi við þann manninn, sem hún hafði mestan áhuga á, en það var Reynir Ólafsson. Varð það úr, að hann tók þetta að sér og hóf þegar að þjálfa þá utanhúss. Hefur Reyn- ir reynzt deildinni hinn nýtasti og bezti þjálfari og hefur piltunum far- ið fram undir hans leiðsögn. 1 annan stað hófst svo leit að þjálf- urum og leiðbeinendum fyrir aðra flokka og leitað innan deildarinnar. Dregur skýrslan enga dul á það, að þar hafi einnig ákaflega vel til tek- izt, en það skipaðist þannig: FriSur hópur karla og kvenna í handknattleiksdeildinni, talandi vottur hins ötula starfs, sem þar hefur átt sér staS á liSnum áratug.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.