Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 78

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 78
76 VALSBLAÐIÐ GORDON BANKS af pöllunum séð eru leikmennimir eins og maurar. Búningsherbergin eru líka einstök að fegurð og hreinleika. Hver leik- maður hefur sitt eigið bað, og þau eru óvenjuleg að því leyti að bað- kerin eru löguð eftir líkama manns- ins. Þama em líka stofur til stærri eða smærri aðgerða á leikmönmrm, sem fyrir meiðslum verða, smækkað- ar myndir af sjúkrahúsum með öll- um hugsanlegum útbúnaði. Það var ekki laust við að maður liti þetta allt öfundaraugum. Á öllum gólfum vom teppi út í hvert horn og veggir allir lagðir flís- um af hagleik og smekkvísi. Þetta var í einu og öllu miklu líkara höll heldur en íþróttaleikvangi. Frá búningsherbergjunum voru göng út á völlinn. Vitanlega ein handa hvom liði. Leikurinn fór fram að kvöldi og þegar upp úr göngunum var komið var kolniða- myrkur! En skyndilega logaði allt umhverf- is. Áhorfendaskarinn kveikti á papp- írskyndlum, sérstaklega gerðum af þessu tilefni, og loga þeir lengi vegna þess hve loftið er heitt. Síðan var skotið flugeldum og allt virtist þetta líkara gamlárskvöldi heldur en knattspyrnukappleik. Þegar Brasilíumennirnir komu út ætlaði allt um koll að keyra. Hundr- uð ljósmyndara mddust inn á leik- vanginn eins og þetta væri úrslit í heimsmeistarakeppninni. Og há- vaðinn á pöllunum benti til, að áhorfendur væm þeirrar skoðunar. Ég minnist einnig fyrsta lands- leiksins míns, í Bratislava 1963. Við vomm látnir leika á velli, sem var svo harður, að ég var dauðhræddur við að kasta mér. Enda fór það svo, að brátt fannst mér eins og ég væri brotinn á fleiri eða færri stöðum. Heppnist mér að verja vel í kapp- leikjum erlendis, má búast við að lítillar hrifningar gæti á pöllunum, og að við kveði jafnvel fjandsamleg hróp. Þó brá út af þvi eitt sinn. At- vikið fékk 5000 áhorfendur á leik- vanginum í Stokkhólmi til þess að veltast um af hlátri. Það atvikaðist þannig: Völltu-inn var eitt forarsvað eftir langvarandi rigningu. Ég þurfti að kasta mér til hliðar eftir föstu skoti, fleytti kerlingar í bleytunni og rann fjóra eða fimm metra í fangið á blaða- ljósmyndara, sem sat á hækjum sín- um til hliðar við markið. Eftir hlátrinum að dæma var þetta kátbroslegt mjög. Fyrir hefur komið, að áhorfendur hafa híað á enska landsliðið heilu leikina út. Þetta kom t. d. fyrir í leik Englands og Rússlands, sem fram fór á Ítalíu 1968. Frá því fyrsta til síðasta æptu Italimir á Bretana og gerðu grín að þeim, án nokkurr- ar augljósrar ástæðu. Nohby litli Stiles varð einna verst úti. Það rigndi yfir hann appelsínu- berki og eplakjömum í hvert skipti, sem hann kom við knöttinn. En Nobby var sá sem síðast og bezt hló, því við unnum 2:0. Vom ítalimir máske að fá útrás fyrir öfund sína yfir því, að það vorrun við, sem unnum heimsmeist- arakeppnina tveimur árum áður? Einn stærsti sigur, sem ég hef verið með í að vinna var gegn Banda- ríkjunum áður en við lögðum upp í Brasilíuferðina. I New York var okkur tekið með kostum og kynjum. Og þótt við gjörsigruðum þá með 10:0, var eins og almenningur ætti í okkur hvert bein. Ameríkanar hafa mikið vit á knattspymu, þótt sú íþrótt hafi enn ekki skotið þar gild- um rótum. Lið Argentínu er hið sterkasta, sem ég hef leikið gegn. Það eru frá- bærir leikmenn bæði í sókn og vörn, og öllum öðrmn meiri hæfileika hafa þeir til þess að snúa vörn í sókn. I framlínu þeirra em jöfrar eins og Onega og Pelche, og í vörninni Rattiu, hinn fullkomni varnarleik- maður að mínum dómi. Hver skyldi vera sókndjarfasti leikmaðurinn utan Englands í dag? Eusebio, Pelé, Rivera? Þeir koma allir til greina. Samt held ég að litli rússneski útherjinn, Igor Chislenko, taki öllum öðrum fram. Ég hef mætt honum tvisvar, í annað skipti á Wembley og í hitt skiptið á Italíu, og átti í stöðugum erfiðleikum með hann. Hann hefur allt það til að bera, sem framherji þarfnast: hraða, við- bragðsflýti og úthald, hæfileika til þess að framkvæma þrumuskot, knattleikni og umfram allt göSan heila. Það er varla til sá vamarleik- maður, sem sér við honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.