Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 13
VALSBLAÐIÐ
11
flokknum taki sem virkastan þátt i
slíkum heimsóknum, sem og þeir
gerðu með miklum ágætum.
I landsleikjum og úrvalsleikjum
léku eftirtaldir menn:
Landsleikir: Þorsteinn Friðþjófs-
son, Hermann Gunnarsson, Sigurð-
ur Dagsson, Reynir Jónsson.
I'Jrvalsleikir: Sigurður Dagsson,
Þorsteinn Friðþjófsson, Ingvar Elís-
son, Hemiann Gunnarsson, Halldór
Einarsson.
Ljósin: Nokkrum ljósum var bætt
við. Fyrsti leikurinn í ljósum var
háður i vetur milli Vals og Víkings.
Jónsbikarinn var afhentur í 6.
sinn nú og hlaut 5. flokkur hann að
þessu sinni.
Fundir: Nokkrir fundir voru
haldnir með flokkunum, sýndar
myndir og rætt við piltana. Fundir
M1 1. og 2. flokks voru nokkuð
reglulega.
Nýjungar: Stjórn deildarinnar
heiðraði leikmenn og þjálfara m.fl.
vegna frammistöðu þeirra i leiknum
við Benfica og voru þeim veitt verð-
launin á.árshátíð félagsins í apríl s.l.
Stjórn deildarinnar samþykkti á
s.l. ári að hefja veitingu á verðlauna-
peningum og verðlaunaskjölum til
handa keppendum Vals, sem ynnu
mót í hinum ýmsu flokkum, þannig
að verðlaunapeningar voru veittir
fyrir unnið landsmót og viðurkenn-
ingarskjöl fyrir unnin önnur mót.
Á afmæli félagsins 11. maí s.l. var
Islandsmeisturum 3. fl. 1968 afhent-
ir verðlaunapeningar.
Viðurkenningaskjöl voru afhent á
fundi með flokkunum nú í haust og
hlutu keppendur í 2. fl. B og 5. fl.
A, B og C þau.
Þá telur stjórnin rétt að veita við-
urkenningu fyrir ákveðinn leilcja-
fjölda með m.fl. félagsins og telur
eðlilegt að byrjað verði á þessu á
60 ára afmæli félagsins 1971.
Dvalizt var á Laugarvatni dagana
8.—10. ágúst í íþróttamiðstöð ISÍ
við æfingar og leiki. Voru í hópnum
18 leikmenn M. og 1. flokks, auk
þjálfara og nokkurra stjórnarmeð-
lima deildarinnar. Flestir höfðu með
sér eiginkonur sínar og börn. Dval-
izt var í góðu yfirlæti hjá húsráð-
anda Höskuldi Goða og ráðskonum
hans. Greinilegt er að slíkar ferðir
eru mjög gagnlegar. Mjög er athug-
andi að fara með yngri flokka félags-
ins á slíkan stað til æfinga og leikja.
V. FLOKKUR C:
Aftari röS f. v.: Elías Hergeirsson, Hilmar Hilmarsson, Magnús Erlingsson, Þorsteinn
Gunnarsson, Ingimundur Guðmundsson, Bjarni Hjartarson, Trausti Sverrisson, FriSrik
Egilsson, Hafsteinn SigurSsson og Helgi Loftsson.
Fremri röS f. v.: Ásmundur Björnsson, Sœvar Jónsson, Svanþór Þorbjörnsson, ViSar Helga-
son, Björn Jónsson, Brynjar Níelsson, SigurSur SigurSsson.
Dómaramál: Erfiðleikar í dómara-
málum leiddu til þess að stjórnum
knattspymudeildanna í Reykjavík
var falið að útvega dómara á alla
B og C-liðs leiki. Þurfti stjórnin að
útvega dómara á um 20 leiki og gekk
ágætlega. Færir stjórnin þeim sem
dæmdu fyrir Val beztu þakkir fyrir
hjálp þeirra.
Getraunir: Frá því að getraunir
hófust hefur deildin dreift og safn-
að saman getraunaseðlum og hefur
salan gengið framar vonum. Með
sama áframhaldi verða fjármálin
auðveldari viðfangs. Öllum þeim
sem selja getraunaseðla fyrir Val
eru færðar beztu þakkir og er von-
andi að við fáum að njóta hjálpar
þeirra sem lengst.
Innanhússknattspyrna: Valur tók
þátt i 3 mótum innanhúss. 50 ára
afmælismóti KRR. Valur varð sig-
urvegari. Islandsmót innanhúss var
nú haldið í fyrsta sinn og lék Valu
til úrslita við Akranes og tapaði 4:3.
20 ára afmælismót Þróttar, þar tap-
aði Valur í úrslitaleik við IBK 2:1.
LOKAORÐ
Stjórnin vill þakka öllum þeim
mörgu sem aðstoðuðu hana á einn
eða annan hátt. Sérstakar þakkir eru
færðar til þjálfara flokkanna, sem
allir þjálfuðu af áhuga og árvekni.
Ánægjulegt er að við skulum enn
njóta starfskrafta Róberts og Lárus-
ar og er vonandi að þeir sjái sér
fært að þjálfa áfram fyrir Val. Árna
Péturssyni og frú eru færðar beztu
þakkir fyrir góða umhirðu á bún-
ingum félagsins fyrir M. og 1. flokk.
Ýmislegt hefði eflaust mátt betur
fara en vonandi sæmilega til tekizt.
Nauðsynlegt er að geta dreift starf-
inu meira en nú er, því starfið eykst
sífellt, Valur er alltaf að stækka og
því köllum við á fleiri til starfa, því
margar hendur vinna létt verk. Að
lokum þetta, hjálpumst til að gera
veg Vals sem stærstan.
örlygur Hálfdán
örlygsson
heitir hann þessi ungi maSur, átti aS vera
á mynd meS fjórSa flokki, en tafSist hjá
lækni, og var búiS aS taka myndina augna-
bliki áSur en hann kom, og þegar taka átti
aSra mynd af flokknum og honum meS,
bilaSi myndavélin. Vonum aS honum sé
þaS svolítil sárabót aS koma þó meS 1
ValsblaSinu.