Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 67

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 67
VALSBLAÐIÐ 65 Áður en leikurinn hófst var búið að ákveða það a,ð ég skyldi taka vítaspyrnu ef hún kæmi fyrir í leikn- tun. Ég gat ómögulega skorast und- an þessu úr því sem komið var, en ég hef aldrei á ævi minni verið eins „nervös“. Ég gekk að knettinum og stillti honum á vitapunktinn, en hjartað sló og hamaðist. Ég reyndi þó að gera mér grein fyrir hvar ég ætlaði að sparka í markið og var ákveðinn að sparka i hægra hornið. Geng ég síðan nokkur skref aftur á bak, til að taka tilhlaup. Ég tek sprettinn að knettinum, en hvað heldurðu, á meðan ég er að hlaupa að hnettinum færir markmaðurinn sig til hægri, ég var kominn of nærri knettinum til að breyta um skot- stað og skjóta í vinstra hornið, svo ég sparka bara eitthvað á markið, og lenti knötturinn sem næst á mitt markið, en þá var ég svo heppinn, en markmaðurinn óheppinn, að hann er búinn að kasta sér i hægra hornið og lá endilangur, en knötturinn snerti fót markmannsins, þar sem hann lá, og snerist knötturinn inn í markið. Ekki dró það úr taugaóstyrk mín- um, að KR-ingar fóru að hlæja að einhverju meðan ég var að hlaupa að knettinum, en þetta fór allt vel og mér létti mikið, þegar ég sá að mark varð. Síðar skoruðum við eitt mark í viðbót. Mér er líka minnisstæður leikur við Þrótt, þegar ég skoraði þrjú mörk og eitt þeirra úr vítaspyrnu. Mér finnst strákamir hafi ekki stundað æfingarnar nógu vel á síð- asta keppnistímabili. Ef allir kæmu og allir sýndu baráttuvilja mundi þessi flokkur hafa unnið fleiri mót en við gerðum. Ég álit, að þeir geti mikið betur og vona, að þeir geri það á næsta keppnistímabili. Mér þótti uppskeruhátíðin ákaf- lega skemmtileg, góðar veitingar og svo var gaman að fá viðurkenningar- skjölin fyrir unnin mót. Ég fékk tvö, annað fyrir Miðsumarsmótið, sem 5. fl. B vann og svo lék ég einn leik í Reykjavíkurmóti 5. A, sem vann, og ég held að allir strákarnir séu ánægðir með þessi fallegu skjöl. Skjöl þessi voru afhent þarna á uppskeruhátíðinni. Mér fannst of fáir fundir í fyrra- vetur og þyrfti að fjölga þeim. Helgi, þjálfarinn okkar, var með töfluæf- ingar í sumar og em þær góðar, en mæli líka með fundum til að spjaUa saman um eitt og annað. Ég vil svo að lokum segja það, að ég er ánægður yfir því, að 5. flokkur skyldi vinna „Jóns-bikarinn“ í ár. Vona svo að strákarnir haldi vel saman og æfi af krafti, og eins og ég sagði áðan, þá geta þeir mun meira en þeir sýndu í sumar. Viðar Helgason, 12 ára, fyrirliSi í 5- fl C: Ég held að ég hafi byrjað að leika knattspymu, þegar ég var 6 ára. Þá var ég í KR, en það kom upp ósam- komulag milli okkar strákanna, svo ég hætti þar. Þegar ég var 8 ára fór ég í Val og kann ég ágætlega við mig þar. I sumar byrjaði ég að keppa og lék með C-liðinu og lék með B-liðinu í Reykjavíkurmótinu. Ég hef alltaf gaman af að keppa og mér þótti gaman að skora fyrsta markið og man vel, hvernig það gerðist. Það var skotið að marki dá- lítið föstu skoti, en markmaðurinn missti knöttinn frá sér, en ég fylgdi fast eftir og kom knötturinn á móti mér og ég skaut svo á markið og hann lá í netinu. Þá er mér minnisstæður leikur, sem við lékum við Fram í Miðsum- arsmótinu, en þann leik unnum við með fjórum mörkum gegn engu. Ég var svo heppinn að skora tvö af mörkunum. Þessi leikur var líka svolítið sögulegur að því leyti, að þjálfari okkar, Helgi, var beðinn að dæma og samþykktu bæði liðin það. Ég held nú samt, að sumir Fram- ara, sem á horfðu, hafi ekki verið neitt ánægðir með það. Af ísienzkum knattspyrnumönn- um finnst mér Reynir í Val og Þórir i Val skemmtilegastir, en af erlend- um, eða enskum, sem ég hef séð í sjónvarpinu, finnst mér skemmti- legastur Colin Bell úr Manchester City, en hann leikur einnig í enska landsliðinu. Strákarnir mættu ekki vel í sum- ar á æfingar, sumir æfðu þó vel, en það voru of margir, sem ekki æfðu nóg. Það var helzt á föstudögum, sem þeir fjölmenntu á æfingarnar og hugsa ég, að þeir hafi gert það til þess að reyna að vera valdir í lið, sem átti að keppa um helgina. Vona ég, að þeir æfi betur næsta ár og standi sig þar af leiðandi betur, og það geta þeir. Helgi var oftast einn með flokk- inn í sumar, en þó voru tveir piltar honum til aðstoðar í stuttan tíma. Það þyrftu að vera fleiri, sem segðu til. Það koma venjulega 2—3 lið og meira á föstudögum og þá getur einn maður ekki kennt hverjum einstök- um nóg. Það þyrfti að vera meiri tíma til að æfa knattmeðferð, í stað þess að skipta liði strax. Þó voru æfingar með knött i knattmeðferð á föstudögum. Mér finnst félagslífið i Val skemmtilegt, mætti þó vera meira af fundum og kvikmyndum um knattspyrnu og litils háttar af grin- myndum. Ég hef hugsað mér að halda áfram, þegar ég kem í fjórða flokkinn og ég held að flestir þeirra, sem ganga upp, haldi áfram. Einar Kjartansson, 4. fl. A. fyrirliÖi: Þetta byrjaði sæmilega hjá okkur í vor, en ekki nógu gott, töpuðum fyrir Víking og KR, en urðum samt í 2.—4. sæti. Mér þykir alltaf gaman að leika við Víking, því þeir halda saman frá ári til árs eins og við og leikir liðanna verða jafnir, og skiptast lið- in á um að vinna, en við höfum ekki haft heppnina með okkur i úrslita- leikjunum við þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.