Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 23

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 23
VALSBLAÐIÐ 21 Reynir Ólafsson: „Kann ljómandi vel við Valsmennina" öll þau mót, sem mögulegt var og hefur svo gengið s.l. 3—4 ár. — Hvernig stóð á þvi að þeir fóru að kjósa þig sem formann? — Þeir hljóta að hafa verið í voða- legum vandræðum, mennirnir. Ég þrjóskaðist nú við eins lengi og mögu- legt var, en það virtist sem enginn vildi taka þetta að sér. Mér þótti leiðinlegt ef þessi ágæta byrjun ætti að falla niður og lét til leiðast að reyna að leysa þessi vandræði a. m. k. í bili. Ég veit að þetta er nokkuð tíma- frekt, en það eru góðir menn í stjórn- inni með mér, við reynum að skipta með okkur verkum og láta störfin koma sem léttast niður. Fyrst út í þetta er komið vona ég að þetta gangi allt saman vel. — Hefur þú iðkað aðrar íþróttir? — Já, ég stundaði knattspyrnu í Hafnarfirði á dögum Alberts Guð- mundssonar, var með i öllum æfing- um þar. Það var ákafega gaman að vera í þessu með Albert. Hann var og er prýðis drengur í alla staði og vakti knattspyrnuna úr þeim öldu- dal sem hún var í, áður en hann kom til sögunnar. Hann var harður í sambandi við útiæfingarnar, sem voru allan veturinn. Mér féll vel að æfa úti, þótt vetur væri. Á sunnudögunum klæddum við okkur í æfingabúningana í barna- skólanum og hlupum síðan upp eftir og að æfingu lokinni hlupum við í barnaskólann aftur, og tókum okk- ur þar kalt steypibað, þar sem skól- inn var ekki hitaður upp á helgidög- um. Þetta voru minnisstæðir dagar, engin vægð, engm eftirgjöf, meira að segja man ég eftir æfingu á nýj- ársdagsmorgni í snjókomu og mikl- um skafrenningi og alltaf mætti Al- bert. Ég var engin stjarna í knattspyrn- unni, en mér þótti gaman að sparka og vera með. — Hvað vilt þú segja að lokum? — Ég tel, að það væri mjög gott fyrir bæði handknattleiksmenn og knattspyrnumenn að iðka badminton ef tími er til. Það krefst skjótrar hugsunar og viðbragða. Sláttur með spaða er ekki ósvipuð hreyfing og að kasta knetti, og til viðbótar er þetta mjög skemmtilegur leikur. Ég er ánægður með árangur strák- anna og unglingastarfið i deildinni. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að Valsmenn færu óhikað inn í raðir KR-inga og sæktu þangað úrvalskennara til þess að nota krafta þeirra til þess að gera Val sterkari. Þetta hefur verið að endur- taka sig nú á nokkrum undanförn- um árum, og það ekki aðeins í knatt- spymu, en einnig í handknattleik og allt með góðum árangri. Það þykir ef til vill heldur langt sótt, að bendla Reyni Ólafsson, sem nú þjálfar handknattleiksmenn Vals í meistaraflokki við Val í víðtækari merkingu en sem þjálfara. Það vill nefnilega þannig til að móðir hans er systir eins af aðalstofnendum Vals eða Filippusar Guðmundssonar. Reynir hefur upplýst það, að hún sé og hafi alltaf verið Vals-mann- eskja, svo það er ekki fjærri lagi að eigna sér svolítið hálmstrá af Reyni. Svo mikið er víst að hann fellur svo vel inn í félagsstarfið og þann anda sem þar ríkir, að hann gæti hvað það snertir verið Valsmaður. Víst er um það, að hann leggur sig svo vel fram í sambandi við þjálfunina, að á betra verður ekki kosið. Fari maður hins vegar að rifja upp feril Reynis á keppnisvelli fer ekki mikið fyrir Vals-hálmstráinu, sem maður var að vona að væri þar fyrir. Á þeim stað hefur hann alltaf verið í KR- peysu og barizt hart fyrir lið sitt og félag. Þar var hann og stoð og stytta liðsins og oft leiðtogi þess. Hann hefur því mikla reynslu í handknatt- leiknum og hefur þann myndugleik sem til þarf að fá menn til að hlýða og gera það, sem hann ætlast til. Og ég er mjög ánægður með Rafn sem leiðbeinanda og þjálfara. Ekki má gleyma Gísla Sigurðs- syni, húsverði, sem hefur veitt okk- ur mikla aðstoð við starfsemi deild- arinnar. F. H. Það eiga að vera einkenni góðs þjálfara, og maður getur ekki betur séð en að árangurinn hafi ekki látið á sér standa. Eftir eina æfinguna áttum við stutt spjall við Rejmi um sitthvað, er varð- ar handknattleik í Val um þessar mundir. Hvemig hefur þér fallið samstarf- ið við Valsmennina? Það verður ekki annað sagt en að mér hafi fallið ljómandi vel við þá Valsmenn, sem ég hef haft saman við að sælda. Maður varð strax var við að handknattleiksdeildinni er vel stjórnað, að þar eru að verki jákvæð- ir áhugamenn, sem vilja gera sitt bezta. Samstarfið við þá hefur verið mjög gott. Sama er að segja um samstarfið við leikmennina, þar eru margir skemmtilegir ungir menn og efni- legir. Þeir reyna í flestum tilvikum að gera það sem maður biður þá um að framkvæma, en það er eins og gengur, þjálfaranum finnst það ekki festast nóg í þeim og að þeir finni hvað fyrir manni vakir, en meðan vilji er til að hlusta og gera það sem maður biður um hlýtur árangurinn að koma fyrr eða síðar. Ég held að ferðin sl. haust til Danmerkur og leikirnir þar hafi á mjög jákvæðan hátt opnað fyrir þeim, hvaða mein- ing er bak við leikinn. Það lið, sem getur leikið andstæð- inginn „sundur og saman“ eins og það er kallað, hlýtur að hafa í fór- um sínum „leynivopn“, sem kemur mótherjanum á óvart, og er ekki undir það búinn að verjast því. Lið, sem kann að afla sér þessara vopna og það sem flestra og fær leikmenn sína til að beita þeim, er mun bet- ur sett en hitt, sem ekki hefur eins mörg vopn í fórum sínum. Hér á ég ekki við skothörku eða annað slíkt, heldur mismunandi leikaðferðir. Því fleiri tilbrigði, sem liðið kann að beita, því betra. Það er líka jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.