Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 46

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 46
44 VALSBLAÐIÐ Bikarkeppni kaupstefnuborga: ö-----------------------------« VALUB fyrstn íslenzka félagið, sem tekur þótt í keppninni — Rœtt við Þorstein Friðþjófssori um ferðina til Belgíu Eins og allir vita, sem með knattspyrnu fylgjast, þá eru alls konar bikarkeppnir háðar í Ev- rópu bæði meðal áhugamanna og atvinnumanna. Segja má að þrjár af þessum bikarkeppnum rísi hæst og mest með þeim fylgzt. Þetta er Bikarkeppni deildarmeistara, Bikarkeppni bikarhafa og Bikar- keppni kaupstefnuborga. í hinum tveim fyrrnefndu hafa íslenzk lið oft tekið þátt og gera enn. Valur hefur oftar en flest önnur íslenzk knattspyrnulið tekið þátt í þessum bikarkeppnum og m. a. fengið sem mótherja frægasta lið Evrópu Benfica eins og öllum er í fersku minni. Á liðnu sumri tók Valur sem Reykjavíkurmeistari, þátt í Bikarkeppni kaupstefnuborga og er fyrsta íslenzka liðið sem gerir það. Sem andstæðinga fékk Valur belgíska liðið RSC. Anderlechtois og lék báða leikina úti í Belgíu. Okkur í ritnefnd Valsblaðsins datt í hug, að fá Þorstein Friðþjófs- son, hinn frábæra bakvörð Vals og landliðsins, til að segja okkur frá þessari ferð. — Mig langar þá fyrst að spyrja þig, Þorsteinn, hvernig stóð á því að þið fóruð fyrstir íslenzkra liða að taka þátt í þessari keppni? — Ja, það voru nú eiginlega nokkr- ir leikmenn í liðinu, sem áttu hug- myndina að þessu. Við vorum búnir að taka þátt í Bikarkeppni meistara <og bikárhafa undanfarin ár, en þar sem við urðum hvorki bikar- né Is- landsmeistarar, en aftur á móti Reykjavíkurmeistarar, þá datt okk- ur í hug að athuga möguleika á þátt- töku í þessari keppni, en borgar- meistarar hafa rétt til þátttöku í henni. Það varð því úr, að deildin sendi inn ósk til KSl um að athuga möguleika á þátttöku okkar í keppn- inni og annað, sem henni viðvíkur. Það var Albert Guðmundsson, sem hafði milligöngu fyrir okkur í þessu máli. Svo allt í einu er komið hréf, þar sem við erum sagðir og skráðir þátttakendur í keppninni. Nú, skil- yrði öll voru vel við unandi, ekki ólík þeim sem tíðkast í hinum bik- arkeppnunum. — Var þá búið að draga ykkur andstæðing? — Nei, ekki strax, en það kom svo fljótlega og andstæðingurinn reynd- ist belgískt lið, RSC. Anderlechtois. Þá var að sjálfsögðu hafizt handa um Þorsteinn Frifiþjófsson vifibúinn, og oft bjargar hann ú línu, þegar allt annafi hefur brugfiist. bréíaskipli við þá um frekara fyrir- komuiag Eins og allir vita, er það mikið áhaúuspil að taka lið hingað heim svo seint á hausti, svo ekki sé talað um þcgar um óþekkt lið er að ræða, ems og Anderlechtois er hér á landi. Við óskuðum því strax eftir því, að leika báða leikina í Belgíu. Þessu mun nú ekki hafa verið tekið of vel í fyrstu, en eftir nokkuð þóf kom bréf, þar sem þeir sögðust fall- ast á, að við lékum báða leikina úti. Leikirnir voru svo ákveðnir n. og 16. september. Við héldum utan 9. sept. og fórum beint til Brússel. — Og var þetta góð ferð? — Já, hún var mjög vel heppnuð í alla staði. Það vita kannski ekki allir, að þegar farið er í svona keppni ber andstæðingunum ekki skylda til neinnar sérstakrar gestrisni á borð við það, sem tíðkast, þegar um vina- heimsóknir er að ræða. En þrátt fyrir það voru móttökur þeirra ein- stakar. Þeir tóku á móti okkur á flugvellinum og vildu allt fyrir okk- ur gera. Með okkur var oftast maður frá þeim, sem greiddi götu okkar í hvívetna. Við fengum að æfa eins og við vildum á æfinga- velli þeirra og eins og ég sagði áðan voru móttökur þeirra frábærar. -— En hvað um leikina sjálfa? — Fyrri leikurinn fór fram eins og ég sagði 11. september og var keppt í flóðljósum. Því er skemmst frá að segja, að þetta lið var mjög gott í alla staði. Með því leikur einn bezti leikmaður Evrópu, Poul von Himst, og er hann örugglega einn bezti leik- maður sem ég hef séð.. Hann hrein- lega skaut okkur niður strax í fyrri hálfleik, en þá skoruðu þeir 5 mörk,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.