Valsblaðið - 24.12.1969, Page 46

Valsblaðið - 24.12.1969, Page 46
44 VALSBLAÐIÐ Bikarkeppni kaupstefnuborga: ö-----------------------------« VALUB fyrstn íslenzka félagið, sem tekur þótt í keppninni — Rœtt við Þorstein Friðþjófssori um ferðina til Belgíu Eins og allir vita, sem með knattspyrnu fylgjast, þá eru alls konar bikarkeppnir háðar í Ev- rópu bæði meðal áhugamanna og atvinnumanna. Segja má að þrjár af þessum bikarkeppnum rísi hæst og mest með þeim fylgzt. Þetta er Bikarkeppni deildarmeistara, Bikarkeppni bikarhafa og Bikar- keppni kaupstefnuborga. í hinum tveim fyrrnefndu hafa íslenzk lið oft tekið þátt og gera enn. Valur hefur oftar en flest önnur íslenzk knattspyrnulið tekið þátt í þessum bikarkeppnum og m. a. fengið sem mótherja frægasta lið Evrópu Benfica eins og öllum er í fersku minni. Á liðnu sumri tók Valur sem Reykjavíkurmeistari, þátt í Bikarkeppni kaupstefnuborga og er fyrsta íslenzka liðið sem gerir það. Sem andstæðinga fékk Valur belgíska liðið RSC. Anderlechtois og lék báða leikina úti í Belgíu. Okkur í ritnefnd Valsblaðsins datt í hug, að fá Þorstein Friðþjófs- son, hinn frábæra bakvörð Vals og landliðsins, til að segja okkur frá þessari ferð. — Mig langar þá fyrst að spyrja þig, Þorsteinn, hvernig stóð á því að þið fóruð fyrstir íslenzkra liða að taka þátt í þessari keppni? — Ja, það voru nú eiginlega nokkr- ir leikmenn í liðinu, sem áttu hug- myndina að þessu. Við vorum búnir að taka þátt í Bikarkeppni meistara <og bikárhafa undanfarin ár, en þar sem við urðum hvorki bikar- né Is- landsmeistarar, en aftur á móti Reykjavíkurmeistarar, þá datt okk- ur í hug að athuga möguleika á þátt- töku í þessari keppni, en borgar- meistarar hafa rétt til þátttöku í henni. Það varð því úr, að deildin sendi inn ósk til KSl um að athuga möguleika á þátttöku okkar í keppn- inni og annað, sem henni viðvíkur. Það var Albert Guðmundsson, sem hafði milligöngu fyrir okkur í þessu máli. Svo allt í einu er komið hréf, þar sem við erum sagðir og skráðir þátttakendur í keppninni. Nú, skil- yrði öll voru vel við unandi, ekki ólík þeim sem tíðkast í hinum bik- arkeppnunum. — Var þá búið að draga ykkur andstæðing? — Nei, ekki strax, en það kom svo fljótlega og andstæðingurinn reynd- ist belgískt lið, RSC. Anderlechtois. Þá var að sjálfsögðu hafizt handa um Þorsteinn Frifiþjófsson vifibúinn, og oft bjargar hann ú línu, þegar allt annafi hefur brugfiist. bréíaskipli við þá um frekara fyrir- komuiag Eins og allir vita, er það mikið áhaúuspil að taka lið hingað heim svo seint á hausti, svo ekki sé talað um þcgar um óþekkt lið er að ræða, ems og Anderlechtois er hér á landi. Við óskuðum því strax eftir því, að leika báða leikina í Belgíu. Þessu mun nú ekki hafa verið tekið of vel í fyrstu, en eftir nokkuð þóf kom bréf, þar sem þeir sögðust fall- ast á, að við lékum báða leikina úti. Leikirnir voru svo ákveðnir n. og 16. september. Við héldum utan 9. sept. og fórum beint til Brússel. — Og var þetta góð ferð? — Já, hún var mjög vel heppnuð í alla staði. Það vita kannski ekki allir, að þegar farið er í svona keppni ber andstæðingunum ekki skylda til neinnar sérstakrar gestrisni á borð við það, sem tíðkast, þegar um vina- heimsóknir er að ræða. En þrátt fyrir það voru móttökur þeirra ein- stakar. Þeir tóku á móti okkur á flugvellinum og vildu allt fyrir okk- ur gera. Með okkur var oftast maður frá þeim, sem greiddi götu okkar í hvívetna. Við fengum að æfa eins og við vildum á æfinga- velli þeirra og eins og ég sagði áðan voru móttökur þeirra frábærar. -— En hvað um leikina sjálfa? — Fyrri leikurinn fór fram eins og ég sagði 11. september og var keppt í flóðljósum. Því er skemmst frá að segja, að þetta lið var mjög gott í alla staði. Með því leikur einn bezti leikmaður Evrópu, Poul von Himst, og er hann örugglega einn bezti leik- maður sem ég hef séð.. Hann hrein- lega skaut okkur niður strax í fyrri hálfleik, en þá skoruðu þeir 5 mörk,

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.