Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 54
52
VALSBLAÐIÐ
„Valkyrjur Vols ósigrandi
íIslands' og Reykjavíhurmótum í sex ár í röð,
eða í 18 mótum
samtals
Þegar blaðstjórnin fór að raða nið-
ur efni í þetta blað, þótti sjálfsagt
að minnast á einhvem hátt hins sig-
ursæla kvennaflokks Vals i hand-
knattleik. Enginn íslenzkur kvenna-
flokkur á að baki slíka sigurgöngu
og vafasamt að annar kvennaflokkur
leiki þetta eftir á þessari öld.
Þessi flokkur hefur því verið stolt
okkar Valsmanna og til hans verður
vitnað um langa framtíð.
Okkur fannst að skemmtilegast
væri að ná til þeirra hverrar og
einnar, og fá hjá þeim svolitlar per-
sónulegar upplýsingar og kynna þær
þannig fyrir hinum mörgu aðdáend-
um þeirra í Val og víðar.
Vom þeim sendar 10 spurningar,
og með hjálp Þórarins Eyþórssonar,
sem kalla má föður flokksins (þó ekki
séu þær allar Þórarinsdætur!) hafa
okkur borizt svör, en spumingarnar
vom þessar:
1. Hvenær gerðist þú félagi í Val?
2. Hvenær byrjaðir þú að keppa
fyrir Val?
3. Hvenær byrjaðir þú að leika
með meistaraflokki?
4. Á hvaða tímabili hefur þú leik-
ið með meistaraflokki?
5. Hve marga leiki leikið með
meistaraflokki?
6. Hve marga leiki með úrvalsliði?
7. Hve marga leiki með landsliði?
8. Eftirminnilegasti leikurinn?
9. Ert þú gift?
10. Átt þú böm?
Anna Birna
Jóhannesdóttir,
19 ára.
1. 1960. 2. 1960. 3. 1960. 4. Eitt mót
1960. Síðan frá 1963. 5. 41 leik. 8.
Fyrsti leikurinn með meistaraflokki
1960. 9. Nei. 10. Nei.
Ása Kristjáns-
dóttir, 22 ára.
i- 1959—1960. 2. 1960. 3. 1963. 4.
1963—1967. 5. 45. 8. Þegar við unn-
um Ármann í fyrsta skipti (sigur-
gangan hefst), við unnum með 6:3.
9. Já. 10. Tvö.
'*#%: : Bergljót
Hermundsd.
2Ó ára.
1. 1957. 2. 1958. 3. 1958. 4. 1956—
1964. 5. 56 leiki. 6. 3 leiki. 7. Engan.
8. Þegar við lékum gegn Vestmanna-
eyjum á þjóðhátíðinni 1959. Þá hafði
ég enga skó. Lék berfætt og skoraði
samt 11 mörk. 9. Gift. 10. Eitt.
Bergljót
Davíðsdóttir,
17 ára.
1. 1966, þá 14 ára. 2. 1967. 3. 1969.
40 Frá jan. 1959 og síðan. 5. 9 leiki.
8. Á móti Víking í íslandsmótinu
1968 í 2. fl., þá gerðum við jafntefli.
9. Nei. 10. Nei.
Bára GuSjóns-
dóttir, 2 6 ára
1. 1955 eða 1956. 2. Fyrsta veturinn
með 2. fl. B. 3. 1958. 4. 1958—1965.
5. 46. 8. Móti Færeyjaúrvali sum-
arið 1960, 5:5. 9. Gift — bý á Flat-
eyri. 10. Eitt bam.
. 'p. Björg E. GuS-
& mundsdóttir,
Wk M 19 ára.
1. Árið 1964. 2. 1964. 4. Frá 1964 og
þar til nú. 5. 71 leik. 6. 1—5 leiki.
7. 4 A-landsleiki og 11 unglinga-
landsleiki. 8. Leikirnir í Evrópu-