Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 77

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 77
VALSBLAÐIÐ 75 GORDON BANKS: Leiktu fótbolta - 09 skoðaðu heiminn Ég hóf feril minn sem knatt- spymumaður í Chesterfield. Hvorki mig né aðra óraði þá fyrir að á næstu 10 árum myndi ég ferðast um heiminn þveran og endilangan sem leikmaður í landsliði Englands. Ég bjóst ekki við því þá, að knatt- spyrnunnar vegna myndi ég ferð- ast svo langt sem til írlands, hvað þá heldur Tékkóslóvakíu, Þýzka- lands, Sviss, Noregs, Svíþjóðar, Italíu, Austurríkis, Júgóslavíu, Brazilíu. Nefndu bara landið og það er lík- legast að ég hafi verið þar. Ég á fjölmargar minningar frá þessum ferðum; ég hef eignazt marga vini, hitt gamla kunningja og fengið færi á að sjá og heim- sækja marga merka staði, sem ég ella hefði orðið að láta mér nægja að lesa um eða skoða myndir af Hinir tignarlegu, snævi þöktu tindar Alpafjallanna og sólbakaðar flatneskjur Brasilíu standa mér glögglega fyrir sjónum í minning- unni, og á næsta augnabliki bregð- ur fyrir leiftri af atvikum frá hinni svölu Tékkóslóvakíu! Fyrst og fremst öðlast maður af þessu dýrmæta reynslu af því að leika við svo fjölbreytilegar aðstæð- ur að því er varðar loftslag, áhorf- endur, velli, mataræði, ... já, mat- aræði! Þú ættir ekki að brosa að því. Þetta er mjög mikilvægt. Ég virðist verða hungraðri á ferða- lögum en heima. Og svo, þegar bor- inn er fyrir mann matur, sem með engu móti er hægt að bera fram nafnið á, þá vill maður helzt vera kominn heim og farinn að narta baconið sitt! Hið mikilvægasta af öllu er að geta aðlagað sig matnum. Ef það tekst, verður allt annað auðvelt. Það er ótrúlegt, hvað loftslagið hefur mikil áhrif á það hvernig knattspyrna er leikin í hinum ýmsu löndum. Veðurfar í Þýzkalandi er líkt og í Englandi, og það er knatt- spyrnan líka. I glóðheitu loftslagi Suður-Ameríku er eins og liðin leys- ist upp í einstaklinga og að úrslit- in verði frekar ráðin af leikhæfni hvers og eins heldur en af skipulagi. Suður-Ameríkanar eru hættuleg- ustu framherjar i heimi. Gagnvart þeim verða markverðir ávallt að vera á verði til hins itrasta, fyrir það að þeir eru öðrum hæfari til þess að gera hið óvænta. Ég fékk að kenna á þessu í Bio 1964. Brasilía fékk aukaspyrnu 20 —25 metra frá marki, og 5 varn- armenn mynduðu vegg. Hægri inn- herjinn í liði Brasilíu, Julinho, tók spyrnuna um leið og flautað var, tók knöttinn með snúningi fram hjá varnarveggnum og í netið. Það er á einskis manns færi að verja slík skot. Það bar svo sem ýmislegt annað við í þessari ferð. Ég hafði lesið um hin frægu uppþot þeirra en grun- aði ekki, að ég myndi verða vitni að þeim. Hélt reyndar að lýsingar af slíkum viðburðum væru ýktar. Við félagarnir vorum að horfa á leik milli Brasilíu og Argentínu í Rio 1964. Þar var brotið ruddalega á Pelé aftan frá. Pelé sneri sér við á augabragði og sló Argentinumann- inn. I sama vetfangi logaði leik- vangurinn í óeirðum. Óður skríll- inn kastaði flöskum, múrsteinum, spýtukubbum og hverju öðru, sem hönd á festi inn á völlinn. Hinn glaði skari áhorfenda hafði í einu vetfangi breytzt í blóðþyrstan skríl. Suður-Ameríkanar eru svo for- sjálir að girða leikvanginn af með þriggja metra hárri girðingu. Nú kom hún í góðar þarfir, yfir hana komst lýðurinn ekki til þess að lumbra á leikmönnunum. En það var barizt á pöllunum og góð stund leið þar lil lögreglan hafði stillt til friðar og fjarlægt ruslið af leikvang- inum. Ég þakkaði minum sæla að hafa ekki sjálfur verið í eldinum! Hámark þessarar Brasilíuferðar minnar var annars að keppa á hin- um fræga leikvangi í Rio de Janeiro. Það er íþróttaleikvangur, sem segir sex! Enginn annar leikvangur í heimi kemst í hálfkvisti við hann. Fegurð hans, tign og glæsileiki er engu öði'u lík. Það hefur ýmislegt stórfenglegt borið við á ferli mínum: ÍJrslitin í heimsmeistarakeppninni, fyrsti landsleikurinn með enska landslið- inu 1963, tveir leikir í bikarúrslit- um á Wembley, en þetta var samt eins og væri ég kominn í annan heim. Þetta er fyrir það fyrsta stærsti leikvangur, sem ég hef séð. Ofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.