Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 40
38
VALSBLAÐIÐ
Vilhjálmur Kjartansson
— leikmaður vikunnar
í bandarískum skóla
sem menn vilja gera, gera þeir ekki,
en það illa, sem þeir vilja ekki, gera
þeir.
Stundum verður manni á að leita
skýringa á margslungnum þáttum
mannsævinnar, sem maður fær ekki
skilið, í forlögum og kenna örlaga-
nornum um það sem aflaga hefur
farið og það er eins og manni finn-
ist að ein slík hafi með sprota sín
um snert Guðmund.
Við, sem þekktum hann bezt, trú-
um því ekki að hann hafi með glöðu
geði eða vitandi vits gengið henni
á hönd. Til þess var hann of greind-
ur og innst inni, þrátt fyrir allt, of
sjálfstæður og stoltur, þegar hann
vildi það við hafa. En þessir góðu
eiginleikar Guðmundar dugðu ekki
í samskiptunum við örlaganornina.
Guðmundur var oft hnittinn í til-
svörum og lét ekki hlut sinn í orð-
ræðum við menn yfirleitt, og aldrei
beitti hann illmælgi, þótt oft ætti
hann í vök að verjast í viðskiptum
sínum við aðra menn. Stafar það
vafalaust af hinni meðfæddu góð-
mennsku hans, sem alltaf kom fram
þegar hann mætti gömlum vinum
eða einhver var hjálparþurfi og hann
var einhvers megnugur. Vinum sín-
um var Guðmundur tryggðin sjálf,
laus við alla ágengni, þótt stundum
væri þröngt í búi.
Þar vildi hann engu glata og allt
geyma, sem hægt var.
Þrátt fyrir það, að Guðmundur
ætti móður á lífi og marga ættingja,
sem svo mjög höfðu viljað og reynt
til að hjálpa honum, var hann alltaf
eins og hann væri á flótta undan
örlögum sínum. Eins og hann væri
alltaf einmana, þrátt fyrir fjölmenn-
ið í borginni af frændum, gömlum
vinum og vegfarendum, hann nán-
ast hvarf inn í síðasta hópinn og
týndist.
Okkur, sem þekktum Guðmund
sem ungan mann, er þetta æviskeið
ráðgáta, en ráðgátur þessa lífs eru
svo margslungnar, að ekki verður
reynt að útskýra þær nánar hér.
Þegar ég frétti andlát Guðmund-
ar setti mig hljóðan. Ég rifjaði upp
samskipti okkar, þegar hann var ung-
ur og elskulegur leikfélagi, þó nær
30 ár væru á milli okkar. Ég minnt-
ist einstakra samfunda okkar hin
síðari árin, sem alltaf voru fullir af
vinarþeli af hans hálfu í minn garð.
öll yngri kynslóðin í Val og sjálf-
sagt nokkur hópur af þeim eldri
kannast við Vilhjálm Kjartansson.
Hann er einn þeirra kappa, sem
fylgt hafa „foringja“ sinum Róbert
Jónssyni í gegnum alla aldursflokka
og verið svo sigursælir á göngu
sinni í gegnum þessi aldursskeið, en
eru nú komnir í annan aldursflokk.
Vilhjálmur fór á s.l. sumri vestur
til Bandarikjanna sem skiptinem-
andi og verður þar um ár eða þar
til í júlí n. á.
ílentist hann alla leið vestur í
Kaliforníu og kann vel við sig þar.
Ekki hafði Vilhjálmur lengi verið
þar, þegar hann fór að sinna iþrótt-
um, en mun þó hafa saknað þess
að þar var engin knattspyrna, en
þar var leikinn af miklu kappi leik-
ur, sem við höfum heyrt talað um
og nefndur er „Rugby“. Ekki hafði
Vilhjálmi litizt sem hezt á leik þenn-
an, en þar kom þó að hann fór að
reyna við hann. Og þá var ekki að
sökum að spyrja, að i það var geng-
ið með oddi og egg og ekkert af sér
dregið. Æfði hann þrisvar í viku frá
kl. 7 á morgnana til kl. 9 og svo
tvo daga 1—2 tima á dag siðdegis.
Árangurinn lét ekki á sér standa,
harm var fljótlega settur í lið. ekki
féll honum nú rétt vel við leikinn,
en áfram hélt hann og smátt og
Þessi upprifjun var mér ekki sárs-
aukalaus og þegar allt kom til alls,
fannst mér sem þetta væri ef til
vill mildasta lausnin. Þá gæti ör-
laganornin ekki lengur leikið sér með
hina viðkvæmu, en þó stoltu sál, þar
tæki annar við, sem liti með mildi
og kærleika á liðinn tíma og veitti
hvíld.
Hér er Guðmundur kvaddur sem
einlægur Valsmaður, góður vinur og
sérstæður persónuleiki, sem maður
minnist lengi. F. H.
smátt tók hann framförum. Eftir
furðu stuttan tíma tókst honum að ná
góðum tökum á leiknum, því, nú
ekki alls fyrir löngu lék hann með
liði sínu við annan skóla og þann
leik vann hans skóli með miklum
yfirburðum, eða 23 stigum gegn 6,
og skoraði Villi langflest stigin eða
9 alls. Mun þetta hafa þótt vel af
sér vikið, því hann fékk heiðurs-
titilinn: Knattspyrnumaður vikunn-
ar (rugby-maður vikunnar).
Fyrir stuttu síðan lék skólalið hans
við sterkan háskóla þar í grenndinni
og vann skóli Villa og mun það hafa
komið á óvart. Nú er Rugby-tíma-
bilið að verða búið, en þá tekur
körfuknattleiks-tímabilið við og leik-
ur hann þar með lika.
Nýlega hefur Villi beðið um að
fá knattspyrnuskóna vestur, vafa-
laust til að halda vinskapnum við
þá og vonast þá til að geta fengið
knött sem við á til að leika með, en
sem sagt, hann hefur ekki gleymt
knattspyrnunni eins og við þekkj-
um hana hér og er það gleðiefni fyr-
ir Valsmenn, því við Villa eru
hundnar miklar vonir og hlökkum
til að sjá hann heima aftur. F. H.
Vilhjálmur hallasl hér aftur á bak i full-
um „skrúSa".