Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 35
VALSBLAÐIÐ
33
VALSBLAÐIÐ 30 ÁRA
Ritnefndin, sem skipiíb var 191)7, f. v. Einar Björnsson, Ölafur Sigur'Ssson og Frímann
Helgason.
mætir á æfingarnar og ég verð að
segja það, að strákamir vilja læra
eftir því sem maður segir þeim. Ég
hef líka tekið upp sérstakar æfing-
ar, áður en tekið er til við sjálfan
leikinn, að slá knöttinn.
— Ert þú ánægður með árangur-
inn?
— Miðað við æfingatímafjöldann
verður ekki annað sagt en að vel
megi við una, hitt er svo annað mál,
að 1—2 æfingar í viku er of lítið,
það sjá allir, en við því er víst ekk-
ert að gera, aðstaðan leyfir ekki
meira eins og er.
Það er gaman að verða var við
það, að strákarnir eru farnir að taka
æfingarnar með mun meiri alvöru
en fyrst og kemur þar til aukinn
þroski og vilji til að bæta sig.
Þess má líka geta, að nú orðið
eru mun fleiri mót en áður á keppn-
istímabilinu og þau örfa alltaf til
æfinga og sjálf keppnin er að vissu
leyti góður skóli og viðmiðun.
Þróunin er líka sú í badminton,
að það er krafizt meiri og meiri
hraða í leiknum, en það krefst líka
meiri og meiri æfinga.
En sem sagt, ég legg áherzlu á að
hlynna að unga fólkinu og gefa þvi
sem flest tækifæri, sagði hinn áhuga-
sami Rafn að lokum.
F. H.
Guúbjörn Jónsson lœtur nú af störf-
wn sem þjálfari hjá Val. Þó honum
hafi ekki tekist áS leiða flokkinn al-
veg upp á toppinn, ver’Öur ekki ann-
áS sagt en að hann hafi lagt sig allan
fram. Eru honum þökkuð störfin, og
margar ánægjulegar samverustund-
ir í hressum og glöðum tón.
Liðin eru 30 ár síðan Ólafur Sig-
urðsson byrjaði á því að gefa út
blað, sem skýra átti frá því sem var
að gerast í félaginu, og þótti þetta
merkilegt átak á þeim tímum og var
kærkomið félagsmönnum, þó það
væri ekki stórt í sniðum.
Komu nokkur eintök á næstu ár-
um, og munu þau ófáanleg. Um all-
langt skeið slitnaði þetta í sundur
nema hvað afmælisrit kom yfirleitt
á fimm ára fresti, þar til snemma á
árinu 1958 að aftur var hafizt handa
um útgáfuna, og fyrstu árin komu
nokkur blöð árlega, en hin síðari
árin hefur verið gefið út eitt blað
á ári, jólablað, og samandregið það
sem gerzt hefur á vegum félagsins
og stundum fleira tekið með til
skemmtunar og fróðleiks.
Stjórnin, sem kjörin var 1957,
skipaði nefnd til að sjá um útgáfu
blaðsins og voru í henni Ólafur Sig-
urðsson, Einar Björnsson og Frímann
Helgason, auk þess var Friðjón Guð-
björnsson ráðinn sem fjármálamað-
ur blaðsins.
Það virðist sem blaðið eigi vax-
andi vinsældum að fagna meðal fé-
lagsmanna, bæði þeirra sem eru í
starfi og eins hjá þeim, sem fylgj-
ast með úr fjarska og hafa alltaf
innst inni taug til félagsins. Við, sem
stöndum í því að skrifa blaðið og
sjá um útkomu þess vonum, að það
hafi mikla félagslega þýðingu fyrir
félagið, bæði innávið og útávið. Við
höfum líka orðið mjög svo varir við
góðvilja í garð félagsins og blaðsins
meðal þeirra, sem hafa styrkt blaðið
með auglýsingum. Þetta hefur gert
okkur starfið mun léttara og ánægju-
legra að verða var við þennan hug.
Reynt hefur verið að láta skoð-
anir og sjónarmið sem flestra félags-
manna koma fram um þau málin,
sem hæst ber á hverjum tíma, og
spannar það yfir að kalla allt aldurs-
skeið þeirra sem í félaginu eru, eða
frá 5. flokki og það til öldunga, sem
komnir eru nær áttræðu og allir
hafa þeir sitt að segja um Val, þeir
ungu um líðandi stund og framtíðina,
en þeii' öldnu um liðinn tíma og þær
ógleymanlegu minningar, sem við
Val eru tengdar, og þann yl sem
um þá fer, þegar félaginu vegnar
vel. Blaðinu er sem sagt ætlað að
tengja saman unga og gamla, nútíð
og fortíð. Takist það getum við verið
ánægð.
Ritstjórnin.