Valsblaðið - 24.12.1969, Page 59

Valsblaðið - 24.12.1969, Page 59
VALSBLAÐIÐ 57 til að ganga í Val. Raunar má segja að áhuginn hjá þeim sé vaknaður, en þeir eru bara svo ungir ennþá. — Hafið þið fylgzt náið með fél- agsstarfinu í Val? — Ekki félagsstarfinu beint, en við höfum komið hingað upp á Vals- völl oft á kvöldin i sumar og fylgzt með æfingum hjá strákunum og það hefur veitt okkur meiri ánægju en okkur hefði grunað. Hér er svo mik- ið líf og fjör, að allir hljóta að hríf- ast með og eftir að hafa kynnzt þessu, þá undrar mann ekki hve áhuginn er mikill hjá strákunum. — Þetta er þá sennilega i fyrsta sinn sem þið komið hingað á Vals- daginn? — Já, en ekki í síðasta skiptið, því okkur finnst þessi hugmynd stór- snjöll og mættu önnur félög gjarnan taka Val til fyrirmyndar í þessu, sem ýmsu öðru. Hér gefst þeim foreldr- um, sem eiga hörn sín í félaginu, tækifæri til að kynnast allri félags- starfseminni og að ræða við forráða- menn félagsins og ættu foreldrar að notfæra sér þetta og taka um leið meiri þátt í áhugamálum barna sinna. Við teljum að Magnús sonur okkar liafi haft mjög gott af veru sinni í Val, þótt hún sé ekki orðin löng ennþá. — Farið þið á leiki, sem sonur ykkar tekur þátt í? — Já, við gerum það eins oft og við mögulega komumst og við höf- um tekið eftir því, að alltof fóir for- eldrar gera það, því það hlýtur að vera uppörfandi fyrir svona litla stráka, að sjá pabba og mömmu fylgj- ast með þeim í keppni vegna þess að á þessum aldri eru þau svo mik- ils virði. Að svo mæltu kvaddi ég þessi ágætu hjón og færi betur að fleiri foreldrar sýndu börnum sínum slík- an áhuga meðan þau eru að feta sín fyrstu spor á íþróttasviðinu. S.dór. „Kynni okkar af Val eru mjög ánægjuleg," — segja hjónin Aslaug Arna- dóttir og Pétur Sveinsson Meðan 3. flokkur kvenna í hand- bolta var að keppa við jafnöldrur sín- ar úr Árbæjarhverfinu, hamaðist veðrið hvað mest og maður sárvor- kenndi stúlkunum að leika í þessu veðri. Áhorfendur voru að vísu ekki margir, en þeim mun áhugasamari þeir er voru. Meðal þeirra rakst ég á hjón sem fylgdust með af miklum áhuga og ég þóttist þess fullviss, að þarna væri um foreldra að ræða sem ættu dóttur í öðru hvoru liðinu. Það kom á daginn að tilgáta mín var rétt, þarna var um hjónin Áslaugu Árnadóttur og Pétur Sveinsson að ræða, en dóttir þeirra, Sigurbjörg, leikur með 3. flokki í Yal. Ég byrjaði á að spyrja livort þau væru Valsfólk frá fyrri tíð. — Nei, við erum það ekki og fór- um ekki að fylgjast með Val fyrr en dóttir okkar hóf að leika með félaginu. Ég hef þó ætíð fylgzt nokk- uð með iþróttum frá því að ég var stelpa í Vestmannaeyjum, sagði Ás- laug, en þar var mikið íþróttalíf, þegar ég var að alast þar upp. Ég hef aftur á móti litið fylgzt með íþróttum fyrr en upp á síðkastið, sagði Pétur. — Nú hafið þið kynnzt félagslífi Vals nokkuð, eftir að dóttir ykkar gekk í félagið. Teljið þið eftir þau kynni, að félagslifið sé eins gott og þið vonuðust til? — Alveg hiklaust, svöruðu þau bæði, og ég tel, sagði Áslaug, að svona iþróttafélag hafi ótvírætt upp- eldisgildi fyrir unglinga. Það er bæði þroskandi og heldur unglingum frá öðru miður hollu, að æfa og starfa í íþróttafélagi á borð við Val. Við erum alveg ákveðin í að gera allt sem í okkar valdi stendur til að yngri dóttir okkar gangi í Val og æfi þar og starfi. Sem betur fer er hún þeg- ar farin að hafa áhuga og hefur þar smitazt af eldri systur sinni. Svo er annað sem við viljum taka fram, en það er hvað við erum hrifin af þessum Vals-degi. Ég er alveg viss um það, sagði Pétur, að Vals-dagur- inn tengir aðstandendur unglinganna i félaginu mun sterkari böndum en ella, enda er eflaust til hans stofnað

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.