Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 42
20
mikilsvarðandi atriöi. Þaö var sem járnhönd væri
innan undir silkimjúkum glófanum. Hann beitti jafn-
vel hörku, þar sem hann áleit þaö nauösynlegt, eins
og sýndi sig á Indlandi, en einkum á Sýrlandi.
Enginn landstjóri hér í Canada hefir veriö jafn
elskaður og virtur af öllum stéttum og flokkum manna
sem Dufferin lávaröur. Hann kom hingaö einungis
5 árum eftir aö fylkja-sambandið canadiska myndaöist,
og eins og nærri má geta vantaöi mikiö á aö fult sam-
ræmi væri komið á milli hinna mismunandi landshluta
og þjóðerna. Miskliöur átti sér staö milli strand-
fylkjanna áustlægu og Quebec og Ontario, en hið
mikla Norövesturland og British Columbia þektust
varla nema að nafninu einu þar eystra. Breskir
stjórnmálamenn spáöu því jafnvel, þegar fylkja-sam-
bandiö myndaöist, aö forlög Canada mundu veröa
þau, að landiö segði sig úr lögum viö Breta og yrði
algerlega óháö ríki, eöa aö þaö innlimaðist í lýðveldiö
sunnan landamæranna — Bandaríkin. En Dufferin
lávaröur leit alt öörum augum á framtíö Canada, og
sérhver athöfn hans og ræða miðaði aö því að draga
saman hugi íbúanna og vekja hjá þeim áhuga fyrir að
byggja hér upp voldugt ríki, sem yrði þýðingarmikil
deild í hinu víðáttumikla breska keisaraveldi. Hann
ferðaðist um þvera og endilanga Canada og hélt
fjöldamargar ræöur, sem hvervetna vöktu aðdáun.
Hann benti á hina ótæmandi náttúru-auðlegð lands-
ins og hina glæsilegu framtíö, sem Canada hlyti aö
eiga fyrir höndum, ef íbúarnir einungis væru sainhent-
ir í aö nota auðlegðina og vinna að framförum lands-
ins. Dufferin lávaröur var einn af hinum mælskustu
stjórnmálaniönnum Breta og talaði sérlega fagurt, en
látlaust, mál. Hann notaði þessa gáfu sína óspart, og
þaö er óhætt að segja.að enginn einstakur maöur hefir
afkastað meiru í þá átt aö vekja þjóðernistilfinning og
óbifandi trú á framtíö Canada hjá íbúum landsins, én
hann. Hugsjón hans var, að byggja upp hérna megin
Atlantshafsins voldugt félagsríki í hinu breska veldi,