Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 97
af íslensku bergi brotin, geta þó haldiö í viö aöra, ef
þeir fá sig til að taka á af öllu afli. Hún sýnir oss,
aö aldrei hafa Islendingar lagt eins mikið á sig og
gengiö eins nærri kröftum sínum. En hún sýnir um
leið, aö með þessu móti hafa heilir hópar þeirra náð
því að standa jafnfætis keppinautum sínum í þeirra
eigin landi. Og hún sýnir að síðustu, hve miklu meira
mætti til leiðar koma á ættjörðu vorri ef sami áhug-
inn vaknaöi til að bjarga sér, sömu átökiíhum væri
beitt til að rífa sig upp úr forinni, sama viðleitnin
höfð, til aö læra af öðrum og mannast í smáu og stóru.
Þess vegna er hugmyndin sú, aö leitast við í
framhaldi sögu þessarar, að benda á helstu atriðin í
baráttu Islendinga í Vesturheimi á meðan þeir eru að
koma fótum fyrir sig. Það veröur bent á einstaka
menn, sem að einhverju leyti hafa skarað fram úr í
þeirri baráttu. Saga þeirra verður í rauninni saga
ótal annarra. Hún verður eins konar skuggsjá, er vér
sjáum í baráttu fjöldans. I þeim kaila um sögu ís-
lensku nýlendunnar í Winnipeg-bæ, sem nú er verið
að rita, verða þeir menn nefndir til sögunnar, sem að
einhverju leyti hafa þar borið höfuðið hærra, en aðrir
landar þeirra. Báðar hliðar lífsins verður leitast við
að sýna, eins óvilhalt og þeiih er unt, sem á pennan-
um heldur.
Það kann að verða sagt af ýmsum, að hver til-
raun til að rita sögu svo nærri sögutímanum hljóti að
mishepnast. Langir tímar verði að líða, áður en sú
útsýn myndist, að fella megi réttláta dóma um það,
sem fram hefir farið. Ekki skal hér á móti þessu
borið, enda ætlum vér að láta lesandann fella hvern
þann dóm, er honum kann að finnast ástæða til um
það, sem sagt er. Staðhöfnin sjálf er ávalt áreiðan-
legasta sagan. Dómar manna um hana geta breytst
og verið á ýmsum rökum bygðir, jafnvel þó langt sé
um liðið. En til er þó það svæði sögunnar, er nefnist
saga vorra eigin tíma, saga viðburðanna, sem eru að
gjörast fyrir augum vorum. Og það er ekki álitið