Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 63
41
er eitt hiö ömurlegasta, sem fyrir nokkurn mann getur
komiö, aö þurfa aö komast þar nokkuö áfram, eöa
gjöra þar nokkurt handarvik, þegar blautt er.
I þessari óskapa-færö áttu nú aumingja vinnu-
mennirnir á bátnum aö be'ra viöinn á öxlum sér. Þeir
voru nógu brjóstumkennanlegir fyrir aö komast lausir
og liðugir út aö viönum. En þó tók þaö út yfir, þeg-
ar þeir áttu að bera tvo—þrjá| eikarbúta á öxlunum.
Þeir ultu þá um sjálfa sig, grófust niöur í leirinn, og
uröu svo aö draga sjálfa sig upp fyrst og trjábútana á
eftir, til þess aö komast svo sem lengd sína, þangaö
til alt fór á sömu leiö. Aldrei hefi eg heyrt annaö
eins oröbragö og þá. Þaö var nærri því ekki að furöa
þótt mönnunum, sem voru í þessum harmkvælum
staddir, hætti við að tala ljótt. En það sem þeir
sögöu var ekkert á móti þeirri orrahríö af ljótustu
blótsyröum og háöungar oröum, sem skipstjóri og
stýrimaður létu yfir þá dynja. Og þegar þeim þótti
eldiviðarsóknin ætla aö ganga nokkuö seint, fór stýri-
maöurinn sjálfur á staö, ekki til að hjálpa þeim, held-
ur til að sparka í þá með fætinum, þegar þeir lágu
þarna og botnveltust í leirnum. Aldrei hefi eg orðið
var viö eins mikla löngun hjá neinum verkstjóra til að
sjá menn ofbjóöa kröftum sínum og ganga algjörlega
fram af sér. Enda litu mennirnir út eftir þessa stund-
arraun eins og þéir væru nýstaönir upp úr langri legu.
Þeir voru nábleikir og svo aflvana, að þeir gátu naum-
ast dregið sig áfram, svo rennandi af svita eins og þeir
heföu veriö aö synda í ánni, svo þungir af aur og
leöju, sem hlaðist haföi utan á þá, að fötin þeirra
heföu veriö vænar klyfjar á hest.
Þaö var því ekki aö furða, þótt Islendingum, ný-
komnum aö heiman og óvönum öllum vinnubrögöum
erlendra þjóöa, þætti ekki árennilegt aö ráöa sig á
Rauöárbátunum til langframa. Kaupgjald mun veriö
hafa 40 dalir um mánuöinn.
En þess utan var hér nokkura járnbrautarvinnu
að fá. Var þá verið aö leggja Kanada Kyrrahafs-