Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 120
9S
muudsdóttlr írá Flögu i Skriðdal, systir Guðmundar gullsmiðs Sig-
tnundssonar, er lengi bjó í Geitdal (um síðastliðna öld miðja). Guð-
ilaug andaðist hjá dóttur sinni og tengdasyni í Baldur 16.febr.1g01,
93 ára gömul. Hún kom með Arnbjörgu dóttur. sinni og öðriuu
börnum frá Islandi til Nýja Islands 1876.
SIGURÐUR KRISTÓFERSSON er fæddur á Ytri Neslöndum
við Mývatn g. júlí 1848. Foreldrar hans voru þau Kristófer Andrés-
sod og Sigurveig Sigurðardóttir, sem alla sína búskapartíð bjuggu á
þeim bæ. Sigurður fór frá Islandi vorið 1873 og kom til Mihvaukee,
Wis., þar sem hann hafði aðsetur þangað til 1875, þá er hann slóst
í för með erindsrekunum frá Ontario, er sendir voru hingað norður og
vestur til að útvelja lslendingum nýlendusvæði. Kom hann meö
þeirn hinum á þeirri ferð til Winnipeg 16. ágúst. — Eftir að Nýja
Island hafði verið útvalið af þeim félögum settist hann ásamt þeim
Skafta og Kristjáni þar að. Fyrstur íslendinga ritaði hann sig fyrir
bújörð í Argyle eftir að hann og Kristján höfðu kannað þar land í
ágústmánuði 1880. En ekki flutti hann þangað búferlum fyrr en 1881.
CAROLINE KRISTÓFERSON, koDa Sigurðar, er fædd í
Kingston, Ontario, 11. maí 1856. Faðir hennar er William Taylor,
sem enn er á lífi í Argylebygð ; en móðir liennar, sem látin er fyrir
all-mörgum árum, var Isabella Taylor, fyrri kona Williams. Wiiliam
Taylor og John Taylor, sem lengi var umbpðsmaður Islendinga og
öllum að góðu kunnur, voru bræður. Sigurður Kristoferson er einn
þeirra afar fáu íslendinga, sem kvænst hafa inn í breskt þjóðerni.
En húsfreyja hans hetir nú fyrir iöngu lifað sig inn í ísleuska
jijóðernið.
Eikurnar sjö.
Hér um bil eina ensku mílu ínoröur frá St.John s
látínuskólanum í Winnipeg stendur steinstytta all-
mikil úr innlendum kalksteini, sem kölluð er ,,Sjö-
eika“ minnisvarðinn. Má vera, að sumurn kunni aö
þykja fróölegt aö fá aö vita um tildrögin aö atburöi
þeim, sem stendur í sambandi við þennan minnis-
varöa. Um það atvik segir St. John's Coll. Magazine
það, sern hér kemur: