Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 114
92
stóö hún upp, gekk aö arninum og varpaöi bréfinu á
glæöurnar. Hve dýröleg sjón að sjá þaö óheilla bréf
leysast upp og veröa aö ösku og reyk !
Talleyrand haltraöi til hennar, hneigöi sig og
sagöi; ..Prinsessa ! Maöur, sem á konu eins og þér
eruð, getur ekki komist hjá aö betrast. Leyfiö mér
að gleðjast meö yöur. “
,,Eg þakka yöur, herra minn!“ svaraði hún.
,,Eg skal sýna keisaranum fram á, “ hélt Talley-
rand áfram, ,,hve gagnleg þér væruö í flokki stjórn-
fræöinga hans. “
,, Eg þakka yður, herra minn ! ‘ ‘
Napoleon var sestur að borðinu og tekinn til að
rispa ,,Nap“ á skjölin illu og góöu, sem þar voru í
dvngju.
Prinsessan nálgaöist hann og tók til máls aftur:
,,Herra !“ Eg þarfnast fyrirgefningar sjálf. Meö
eigin hendi reif eg sundur skipun yðar um að hand-
taka manninn minn. Hún liggur í fjórum pörtum
fyrir fótum yöar á gólfinu. “
Napoleon leit sem fljótast á sneplana og hélt svo
áfram aö klóra ,,Nap. “
,,Farvel, herra!“ hélt prinsessan áfram. ,,Með
þessu eina góöverki í kveld hafiö þér unnið meiri sig-
ur en allur yðar her getur meö vopnum unnið. Þér
hafiö unnið konu til að elska keisaraveldi yöar og
veldisstól. Og sú konuást lætur ekki þar staöar
numiö. Þegar þessi kona segir sögu sína, skulu allar
konur í þessu ríki, yfirbugaö meö vopnum eins og það
er, hrópa einum rómi með mér : 'Lifi heisarinn!' “