Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 129
107
Helstu viöburöir og mannalát meöal
Islendinga í Vesturheimi.
31. maí 1902 tók próf í lögum Stefán Th. Westdal við ,,Nationa'
University'1 í Washington, stjórnarsetri Bandaríkjanna; og hlaut að
nafnbót ..Batchelor of Laws". Hann er fæddur í Vopnafirði 1873,
sonur Jóns Guðmundssonar Westdals og Sigríðar Benediktsdóttur
Bjömssonar frá Víkingavatni.
21.—26. júní 1902 var 18. ársþing hins ev. lút.kirkjufélag fsl. /
Vesturheimi haldið í kirkju Gardar-safnaðar í N.-Dak.
Á síðastliðnu sumri, 1902, tók burtfararpróf við háskólann í Tor-
onto, Ontario, Óli P. Helgason [Baldvinssonar frá Gröf á Vatnsnesi
í Húnavatnssýslu] — las tungumál [classics]. Hann heldur á-
fram námi við háskólanu í Madison, Wis.
14. september 1902 var vígð kirkja Mikleyjarsafnaðar af forseta
kirkjufélagsins séra Jóni Bjarnasyni.
Um miðjan september 1902 tók próf í lögfræði við háskólann f
Grand Forks í N.-Dak., Gunnlaugur Vigfússon Péturssonar frá Há-
konarstcðum í Vopnafirði, og var honum þá veitt málafærslumanns-
leyfi í N.-Dakota-ríkinu. Hann á heima í Pembina.
4. nóvember 1902 var Pétur J. Skjöld, kaupmaður í Hallson,
kosinn þingmaður fyrir neðri deild Norður-Dakota þingsins. Hann
er sonur Jóns Péturssonar Skjöld frá Berunesi á Berufjarðarströnd í
Suðurmúlasýslu.
M A N N A L A T.
NÓVEMBER 1901:
10. Oddrún Snorradóttir í Spanish Fork, Utah (úr Njarðvíkum),
73 ára.
29. Jón J. Nesdal í Winnipeg.
DESEMBER 1901:.
4. Sveinn Þórðarson (Brynjólfssonar prófasts í Mýrdalsþ'ingnm) í
Cleveland, Emery Co. í Utah, 74 ára.
10 Friðrika Jakobína Sæmundsdóttir að Eyford í N.-Dakota (af
Melrakkasléttu).