Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 113
9i
sálarangist mína, og — líkniö mér svo, þar sem engin
sönnun er til, og gefiö mér manninn minn aftur. “
Napoleon svaraöi engu enn, en leyt til Talley-
* rands og rétti fram aöra hendina, eins og vildi hann fá
eitthvert svar. Og Talleyrand haltraði með fram
borðinu þangað til hann náði í kistilinn, sem hann
lauk upp og tók þaðan bréfið banvæna. Hann rétti
það að keisaranum, sem aftur rétti það að prinsess-
unni, sem kraup við fætur hans.
,,Hvers rithönd er þetta, frú ?“.spurði hann.
Prinsessan leit á bréfið og í gegn um tárin sá hún
eitthvað af innihaldi þess. Hún hvítnaði upp og rak
upp nístandi óp, en blaðið flögraði laust úr máttþrota
höndum hennar.
,,Er þetta rithönd mannsins yöar, frú?“spurði
Napoleon.
Prinsessan gat ekki svarað, — ekki litið . upp.
Þungbær ekka-sog voru hennar eina svar.
Napoleon horfði um stund á þessa sorgarsjón, og
svo leit hann til Talleyrands og þá var sá svipur á
andliti hans, sem fáum auðnaðist að sjá, fvr eöa síðar.
þaS var metíaumkunarsvipin.
, . Talleyrand !“
“Herra!“
,,Hváða aðrar sannanir fyrir drottinsvikum
Hatzfeld prins eru f vorum vörslum ?“
,,Engar aðrar, herra !“
,,Prinsessa !“ sagði þá Napoleon og Jaut um leið
niður að henni og lagði lófa á vanga hennar. ,,Hérna
er bréfiö. Stingið því í eldinn á arninum, þarna yfir
frá ! Þá höfum vér engar sannanir eftir ! “
,,Herra!“
,,Jú, jú! Þér trúðuð. Það er auðsætt, að þér
y vissuð ekki sannleikann. Mér hefði verið kært að
hann hefði verið mér eins trúr, eins og þér eruð falleg.
í eldinn með bréfið !“
Án þess aö líta upp tók prinsessan hönd Napole-
ons og þakti hana með kossum, og — tárum. Svo