Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 67
45
var margt af kvenlolki f vistum. Þóttu þær fljótar að
læra máliö og allan innlendan verknaö, er aö hús-
störfum laut, og var nú þegar eftirspurn mikil eftir
þeim.
8. ÍSLENDINGAHÚSIN.
Þegar þetta sumar fór aS hefjast dálítill félags-
skapur meö Islendingum í Winnipeg. Tvö svo-nefnd
íslendingahús voru þá á ASalstræti bæjarins. HöfSu
heilmargir Islendingar þar eins konar byggistöS.
Veitti Jón ÞórSarson og kona hans, Rósa Jónsdóttir,
bæSi eyfirsk, öSru þeirra forstöSu. Sat hann síSar á
þingi NorSur-Dakotamanna eins og segir í þætti
NorSur-Dakota nýlendunnar. HafSi hann fyrst kom-
iS til Milwaukee í Wisconsin-ríki og dvaliS þar um
stund. En voriS 1877 flutti hann þaSan norSur til
■ýVinnipeg. Hann er maSur ljúfur í umgengni, ein-
lægur í ráSum og drengur hinn besti, en kona hans
hinn mesti skörungur. Vildu því margir hjá þeim
vera. MeSal þeirra voru .Árni Sigvaldason frá Mil-
waukee, Jón bróSir hans og Arngrímur Jþnsson. —
LítiS eitt sunnar í strætinu var og annaS Islendinga-
hús. Því veitti forstöðu Jón nokkur Finnbogason,
Þingeyingur, lipur maSur og félagslyndur ; hann er
nú búsettur hér í Winnipeg.
Jón ÞórSarson mun hafa orSið til þess fyrstur
manna aS hlynna að því, aS Islendingar í Winnipeg
hefSu dálítinn félagsskap meS sér, góSum siSum og
íslenskri þjóðrækni til eflingar. Á því húsinu, sem
þau hjón veittu forstöSu, yar því búinn út dálítill sam-
komusalur. Þar komu Islendingar saman á sunnu-
dögum, bæSi karlar og konur, og var þar húslestur
lesinn. Oftast nær mnn Jón Þórðarson sjálfur hafa
lesiS ; þótti flestu fólki mjög vænt um þetta og sótti
samkomur þessar vel. Lá þá vel á flestum og þótti
þeim hátíS aS fá að hitta landa sína á helgum, sem
bundnir voru í föstum vistum, kvenfólkinu einkum,
sem fáar tómstundir hafSi á virkum dögum.