Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 128
skamms tima hin ,,mikla bankaþ]6ð“. En nú fær öll Evrópa fé
til láns hjá Randaríkjamönnum.
„Yellowstone National Park.“
Bandaríkja þjóðþingið gerði með lögum 1872 landsvæði, þekt
sem Yellowstone Xational Park, að almennum skemtigarði. Svæði
þetta er um 65 mílur á lengd, frá norðri til suðurs, og um 55 mílur á
breidd, frá austri til vesturs. Það liggur aðallega í norðvesturhorni
Wyoming-ríkisins, en nær þó að norðan inn í Montana og að vestan
inn í Idaho. Garðurinn er 3,312 ferhyrningsmílur að stærð, og því
nálega jafnstór og bæði ríkin Rhodes Island og Delaware sameinuð,
en hér um bil hálfn minni en ríkið Massachusetts. KlettafjöUin
liggja um suðvesturltluta garðsins, en fretnur óreglulega. Lægsti
gilsbotninn er um 6,000 fet yfir sjávarmál, en aörir eru um 7,000 til
9,000 fet. Fjallhuúkarnir, sem girða um þessi gil og smádali, ertt frá
10 til 11 þúsitnd fet á hæð. „Electric Peak“ (Raftindur), í suövest-
ur horni garðsins, er 11,155 feta tl!ír. Tindarnir ,,Langford“ og
..Tnrret", báðir á Yellowstone-fjallgarðinum. eru afar háir, báðir
yfir 11 þúsund fet.
Saltiö.
Ofurlítið salt tekur tebletti úr bollum.
Kf salt er látið í hvítþvott, gerir það hann varanlegri.
Sem tannduft, heldur salt tönnunum hvítum og tannholdinu
rauðu.
Saltvatn er gott við kverkasjúknaði og varnar barnaveiki.
Saltvatn, ef þvf er haldið í munninum, stöðvar blóðrás' eftir
tanndrátt.
Tvær teskeiðar af salti í volgu vatni er uppsölumeðal, sem ávalt
er við hendina.
Saltvatn er ein hin besta bót við augnaþrota, ef við haft í tíma.
Fótagigt má lækna með því að baða hinn sjúka lim kvölds og
ntorguns úr vel heitu saltvatni.
Kvikni í reykháf, er ekkert betra en að kasta hnefafvlli af salti í
ofninn eða eldinn.
Blóðspýting frá ltingum eða maga má stöðva raeð smá-inntökum
af salti.
Silkiklúta og silkiborða ætti að þvo úr saltvatni og járnbera vota.
Til ábttrðar er salt nytsamt og ómissandi til skepnufóðurs.
Til matgeymslu og við matseld þekkja menn alment |iýðinug
saltsins.