Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 60
33
3- FYRSTI INNFLYTJENDA HÓPURINN KEMUR
TIL WINNIPEG.
Þessi íslenski innflytjenda hópur aö austan kom
til Winnipeg 20. september 1875. Þaö voru tæp þrjú
hundruö manns talsins. Þá hafði sá maður umsjón á
innflutningum, er William Hcspeler hét. Hann er
Þjóðverji og hefir síðan orðið einn af merkustu
mönnum Winnipeg-bæjar. Hann er nú þýskur kon-
súll og forseti í fylkisþingi Manitoba. Ekki urðu
margir úr hópi þessum eftir í Winnipeg, en þó nokk-
urir. Voru það einkum stúlkur, því eftir þeim var
mikið sóttst í vistir. En ekki munu þær margar hafa
verið, er settust að í Winnipeg þetta haust, því alla
langaði til að halda hópinn og mönnum þótti nú enn
ægilegra en áður að skilja við vini sína og vandamenn,
þar sem svo langt var komið vestur í land og menn
voru þessu nýja mannfélagi öldungis ókunnir, enda
mun surnum hafa virst lífið með nokkuð hrikalegum
blæ, eins og verða vill, þegar komið er svo að 'segja
út að takmörkum siðmenningarinnar.
4. INNFYTJENDA HÓPURINN MIKLI KEMUR
TIL WINNIPEG.
Eitthvað mun hafa komið af fólki frá Nýja Is-
landi sumarið 1876 til að leita sér atvinnu. Munu
menn hafa verið til þess neyddir, bæði karlar og kon-
ur, sökum fjárskorts. Sigurður Kristófersson hafði til
dæmis numið land í Nýja Islandi og verið þar um vet-
urinn. En urn vorið fór hann um leið og hann vissi,
að nokkur atvinnu von mundi vera, upp til Winnipeg.
Þar var þá ekki um aðra atvinnu að gjöra en stræta-
vinnu. Var hann túlkur fyrir alla íslendinga, sem
slíkri vinnu vildu sæta, og hafði umboð til að færa til
bókar, hve lengi hver þeirra var við vinnuna. Að
tveim mánuðum liðnum var hann gjörður aðstoðar-
verkstjóri og skömmu síðar aðal-verkstjóri. Fekk
hann þá tvo dali og hálfan á dag og fæði ókeypis hjá