Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 83
6f
ið upp dálítilli verslun meS skófatnaö og unniö aö
skósmíö sjálfur. En alt var þetta í smáum stíl. Hvorki
voru efni mikil, né mikil eftirspurn eftir skóm hin
fyrstu árin. Létu flestir sér nægja aö ganga á ,, ís-
lenskum skóm“ úr nautaskinnum eins og þeir höföu
vanist á íslandi. Og 23. júní 1879 auglýsir hann aft-
ur, aö hann hafi byrjað verslun í Winnipeg-bæ. Segist
hann versla meö alls konar nauösynjavörur, svo sem
kaffi, sykur, te, ost, smjör, haframjöl, epli og aðra á-
vexti, tóbak og sápu, skrifbækur, pappír, skriffæri og
skófatnað af ýmsum tegundum. Sölubúö hans var
vestan megin á Aöalstræti, skamt fyrir noröan ráðhús
bæjarins (City Hall) og markaðinn. Haföi hann leigt
þar hús eitt fyrir 12 dali um mánuðinn. I framhluta
þess haföi hann ýmislegan varning, sem nefndur er í
auglýsingunni, annars vegar, en hins vegar skófatnað-
inn. Fyrir aftan búöina haföi hann vinnustofu, þar
sem hann vann aö skósmíðum, en aftast í húsinu her-
bergi, þar sem hann bjó.
Þetta var nú fyrsta íslenska verslunin, sem upp
* kom í bænum Winnipeg. Hún var í smáum stíl, en
gekk þó eftir vonum. Gróðinn var eölilega ekki rnik-
ill, en þó dálítill. Árni Friðriksson ávann sér fljótt
hylli og tiltrú hinna innlendu skiftavina sinna, er hann
keypti vörur sínar að. I janúar 1880 gekk hann aö
eiga Sigurbjörgu Þorláksdóttur Björnssonar frá Forn-
haga í Hörgárdal, eins og áöur er á vikið.
Ekki gekk nú verslunin betur en þaö, að haustið
1880, þegar Árni hafði rekið hana hér um bil árlangt,
seldi hann hana Gísla nokkurum Jóhannssyni úr Skaga-
firði fyrir kring um 300 dali. Flutti Árni sig þá suður
til Pembina County í Norður-Dakota. Hafði tengda-
faðir hans numiö þar land, skamt frá bænum Pembina.
Þar nam nú Árni einnig land og fór að búa á því vor-
inu eftir. Var hann þar sumarið og veturinn 1881—2.
Þá flutti hann til smáþorpsins Cavalier. Var þá ver-
ið að leggja járnbraut norður eftir og átti hún að liggja
yfir Pembina Count'y frá suðri til norðurs (Great Nort/i-