Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Page 83

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Page 83
6f ið upp dálítilli verslun meS skófatnaö og unniö aö skósmíö sjálfur. En alt var þetta í smáum stíl. Hvorki voru efni mikil, né mikil eftirspurn eftir skóm hin fyrstu árin. Létu flestir sér nægja aö ganga á ,, ís- lenskum skóm“ úr nautaskinnum eins og þeir höföu vanist á íslandi. Og 23. júní 1879 auglýsir hann aft- ur, aö hann hafi byrjað verslun í Winnipeg-bæ. Segist hann versla meö alls konar nauösynjavörur, svo sem kaffi, sykur, te, ost, smjör, haframjöl, epli og aðra á- vexti, tóbak og sápu, skrifbækur, pappír, skriffæri og skófatnað af ýmsum tegundum. Sölubúö hans var vestan megin á Aöalstræti, skamt fyrir noröan ráðhús bæjarins (City Hall) og markaðinn. Haföi hann leigt þar hús eitt fyrir 12 dali um mánuðinn. I framhluta þess haföi hann ýmislegan varning, sem nefndur er í auglýsingunni, annars vegar, en hins vegar skófatnað- inn. Fyrir aftan búöina haföi hann vinnustofu, þar sem hann vann aö skósmíðum, en aftast í húsinu her- bergi, þar sem hann bjó. Þetta var nú fyrsta íslenska verslunin, sem upp * kom í bænum Winnipeg. Hún var í smáum stíl, en gekk þó eftir vonum. Gróðinn var eölilega ekki rnik- ill, en þó dálítill. Árni Friðriksson ávann sér fljótt hylli og tiltrú hinna innlendu skiftavina sinna, er hann keypti vörur sínar að. I janúar 1880 gekk hann aö eiga Sigurbjörgu Þorláksdóttur Björnssonar frá Forn- haga í Hörgárdal, eins og áöur er á vikið. Ekki gekk nú verslunin betur en þaö, að haustið 1880, þegar Árni hafði rekið hana hér um bil árlangt, seldi hann hana Gísla nokkurum Jóhannssyni úr Skaga- firði fyrir kring um 300 dali. Flutti Árni sig þá suður til Pembina County í Norður-Dakota. Hafði tengda- faðir hans numiö þar land, skamt frá bænum Pembina. Þar nam nú Árni einnig land og fór að búa á því vor- inu eftir. Var hann þar sumarið og veturinn 1881—2. Þá flutti hann til smáþorpsins Cavalier. Var þá ver- ið að leggja járnbraut norður eftir og átti hún að liggja yfir Pembina Count'y frá suðri til norðurs (Great Nort/i-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.