Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 22
22 ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON:
laust tekið undir spakleg orð séra Matthíasar Jochums-
sonar, er aldrei verða of oft endurtekin:
Saga þín er saga vor,
sómi þinn vor æra,
tár þín líka tárin vor,
tignar landið kæra !
Síðastliðið sumar var aldarafmæli Þjóðfundarins 1851.
sem réttilega hefir talinn verið einn af stórviðburðunum
í íslenzkri sögu, svo áhrifaríkur varð hanu í stjómfrelsis-
baráttu þjóðarinnar, markaði bæði tímamót og framtíðar-
stefnu í þeim málum. Þessa merkisafmælis í íslenzkri
stjórnmála- og menningarsögu var að sjálfsögðu minnst
heima á ættjörðinni, og þó eigi um vonir fram, en meðal
Islendinga hérna megin hafsins að litlu eða engu. Skal
lítillega úr því bætt með greinarkorni þessu, enda er at-
burður sá, sem hér er um að ræða, ágætlega til þess fall-
inn að minna oss Islendinga vestan hafs á vora sögulegu
arfleifð, eigi síst þann sjálfstæðisanda, er verið hefir aðall
hinna beztu Islendinga á öllum öldum, þann frelsisanda,
sem nú á víða um lönd í vök að verjast.
Hverfum um stund hundrað ár aftur í tímann, en þá
voru umbrot mikil og öflugar frelsishreyfingar víðsvegar
um Norðurálfuna. Áttu þær hræringar rót sína að rekja
til Febrúarbyltingarinnar söguríku í París árið 1848,
þegar Loðvík Filippus Frakkakonungur veltist úr valda-
sessi og Frakkland varð lýðveldi. Djúpstæð áhrifin af
þessari róttæku stjórnarbyltingu fóru sem eldur í sínu
um meginland Norðurálfu og náðu einnig til Norður-
landa og Islands. Lýsa þau áhrif sér ótvírætt í kvæðum
ýmsra íslenzkra samtíðarskálda, einkum í frelsiskvæðum
Gísla Brynjúlfssonar, þó nú muni mörgum gleymd. En
livað sem annars má um þau segja frá skáldskaparins
sjónarmiði, þá bera þau því órækan vott, hve djúpt höf-