Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 34
■34
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Fyrri fundur
“Þann 13. janúar 1895 hélt Cypresshæða söfnuður
ársfund sinn í lnisi Sigurjóns Stefánssonar. Forseti Safn-
aðarins, Pétur Pálsson, setti fundinn. Hann bar upp þrjú
málefni til umræðu á fundinum.
1. Hvort söfnuðurinn skuli halda áfram að vera til,
eða leysast upp.
2. Hvort söfnuðurinn skuli ráðast í að byggja sér hús
til fundarhalda.
3. Hvort tiltækilegt sé, að halda upp sunnudagaskóla
næsta sumar.
Fyrst var tekið til umræðu, hvort söfnuðurinn skuli
halda áfram eða ekki. Ekki alrætt. 1)
Þá var rætt um húsbygginguna, og eftir all langar
umræður var samþykkt, að “loggarnir” 2) skyldu allir
verða komnir á vegastæðið fyrir austan hús Brynjólfs
Jósepssonar fyrir 1. marzmánuð næstkomandi.
Jónas Jónasson lofaði að gefa $2.00 til húsbyggingar-
innar. Fundið slitið.
Tryggvi Ólafsson, skrifari.
1) Fyrri fundargjörðin greinir ekki frá liver var niðurstaðan með
hað, hvort söfnuðurinn haldi áfrain eða leysist upp. Aðeins er
sagt. “Ekki alrætt”. Islendingar þarna voru, eins og Jreir hafa
víðast verið, ekki allir á sama máli. En þeir voru þama, eins og
víðast, allir áhugasamir fyrir félagsstarfi, en kom ekki saman um
aðferðina. Þvi var jiessu máli ekki ráðið til lykta. En allir vildu
samkomuhús og því gekk það svo greiðlega. En um sunnudaga-
skólahald mun ekki hafa unnist tími til að ræða. Var stundum
lialdið upp sunnudagaskóla, en ]rað var erfitt, ]r\í byggðin var
afar strjál byggð.
2) “Loggar”—Bjálkar.