Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Síða 38
38
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
“Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði.
Fjöll sýni torsóttum gæðum að ná.”
Eða:
“Sker hefir skrapið í firði,
skrapið heims um aldur,
en þess bringa brýtur
boða nú sem áður.
Minkunn er manni að vera
minni klettum dauðum,
og brjóst sitt bugast láta
af boðum mótlætis.”
Með þenna farangur héldu menn svo vestur um haf
til þess að hefja á ný baráttu svipað þeirri, sem þeir
höfðu átt í á föðurlandinu.
Þegar stigið var á land, mætti þeim ófreskja, sem
hótaði þeim miklu illu. Það voru hleypidómar þeirra,
sem fyrir voru. Menn litu grunsamlega á hina óþektu
menn norðan frá heimsskauti; töldu líklegast, að menn
þessir væru hreinir Eskimóar eða þeim náskyldir; töldu
sér trú um, að þeir myndu greppslegir, dökkir á húð og
hár.
Sagði frá því kona, sem átti þá heima þar sem þessir
ókunnu menn komu við land og biðu að komast áleiðis.
Einn morgun gekk stúlka úr hópnum að vatnsbóli; furð-
uðu þeir sig, sem komu auga á hana, á útliti hennar.
Hún var björt á brún og brá, með hreinan og góðmann-
legan svip, og var snyrtilega til fara, og þýðleg í viðmóti.
Áttu menn afarbágt með að samrýma útlit stúlkunnar
við hugmyndirnar, sem menn gerðu sér um þetta ókunn-
unga fólk. Entist þessi fjarstæða skoðun manna á Lönd-
um um allmörg ár.
Þar bar við þrjátíu árum seinna, meðan eg og fleiri