Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 50
50 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Þar voru börn þeirra tvö fædd og uppalin, en þau mistu
eina dóttur á barnsaldri. Hin, sem lifðu, vom Kristín Sig-
fríður (Fríða) nú Mrs. H. V. Benedictson, Riverton,
Manitoba, og Friðrik Valtýr. Hann bjó í þrettán ár á
Haukastöðum eftir lát föður síns. Hann var kvæntur og
átti tvö myndarleg börn, sem voru kornung, þegar hinn
góði og vinsæli faðir þeirra lézt á bezta aldri 5. des.
1934°
Hvað var það þá, sem einkenndi þessi landnámshjón
og þeirra heimili, oðrum fremur? Gestrisni og góðvild
áttu þau í ríkum mæli—en það var sameign flestra ísl-
enzku landnemanna. Það þurfti líka kjark og áræði til að
yfirgefa átthaga sína og vini á ættjörðinni og flytja í svo
fjarlægt land, að varla myndi fátækum mönnum auðið
að hverfa til baka, þó þeim félli ekki sem bezt í hinu
nýja landi. Það var því um að gera að gera allt í valdi
sínu til að láta drauma sína rætast: — mynda sér vistlegt
heimili í hinu nýja landi. 1 kvæði “Minni Nýja Islands
1914” segir Hallgrímur meðal annars:
Þá varð hér hver sinn veg um skóg að ryðja
og vinna að því að reisa býli smá.
Þá hver réð annan, eins og bróðir, styðja,
því allir höfðu líka von og þrá.
En vonir tíðum eiga langan aldur,
sem, eins og draumar, rætast þó um síð.
Þegar andar að oss gustur kaldur,
þá er í vændum sælli og betri tíð.
° Huns var minnst í Lögbergi 18. apríl 1935. Einnig er í Lögbergi
14. febr. 1946 œfiminning dóttursonar þeirra Haukastaðahjóna,
Allan F. I. Benedictson, nemanda á Manitóbahóskóla, er féll í
seinna heimsstríðinu 1. maí 1945, tvítugur að aldri. Á lífi eru sex
barnabörn Haukastaðahjóna, af þeim bæði börn Friðriks Valtýs
sonar þeirra, er að ofan getur. — Ritstj.