Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Qupperneq 62
62 ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON:
brautum C.P.R., svo munaði allt að því helmingi. Var
það í sambandi við einhverjar íþrótta-sýningar í Winni-
peg. Urðu þeir og þess vísari í ofanálag, sér til lítillar
gleði, að svona fjölmennri nefnd, heilu vagnhlassi, hefði
verið auðvelt að fá niðursett far úr því hálfa, sem var, ef
til vill, um það hálfa sem eftir var. Fundu nefndarmenn,
sem von var, mjög til þess, að þeir hefðu verið véltir og
hugsuðu hinum gráa gaur, farseðlasalanum í Árborg,
þegjandi þörfina. Einhver, sem vel þóttist vita, sagði, að
auðvelt mundi að fá þetta leiðrett þegar til Winnipeg
kæmi, skyldu allir nefndarmenn fara inn á tiltekna skrif-
stöfu C.P.R. og endurheimta fargjöklin. Vagnastjórinn
afhenti hverjum nefndarmanni skilríki til að framvísa
þar. Var það fyrsta verk nefndarinnar, þegar til Winni-
peg kom, að fjölmenna inni á þessari skrifstofu.
Skrifstofumennirnir voru einkar kurteisir og vildu
auðsjáanlega fá orð á sig fyrir fljóta afgreiðslu. Þeir tóku
við skilríkinu af hverjum einum, stungu því niður í
skúffu, ráku stimpil á einhvern annan miða og afhentu
nefndarmönum í staðinn, og sögðu þeim að framvísu
því á vissri skrifstofu uppi á lofti. Er nú tekið við þess-
um miðum þar, aðrir stimplaðir, og gefnir í staðinn og
nefndarmönnum vísað niður í kjallara á einhverja skrif-
stofu þar. Urðu viðtökurnar hinar sömu þar og á hinum
tveimur. En þegar þar kom, að tvisvar var vísað á sömu
skrifstofuna, hætti nefndin að halda hópinn og tók að
dreifa sér um allar skrifstofurnar.
Gerðust nú allir nefndarmenn göngumóðir. Þeir, sem
uppgáfust, voru um tólf að tölu. Þrír eða fjórir þeirra
hugðust að hvíla sig og hressa á hóteli. 1 því liði var
Jón skáld Runólfsson. Plann hafði meðferðis lítinn svart-
an kjöltuhund, sem Krummi hét. Jón þurfti alltaf að
hafa hann í fanginu til að missa hann ekki út í sollinn.
Hinir sjö eða átta fóru inn í vagnstöðina. Foringi líðsins
var Sveinn Thorvaldsson. Einn þessara fáu liðsmanna