Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 63
ALMANAK 63
(því hinir voru allir tapaðir út í busk og bý) var rímna-
skáld nokkurt.
Urðu miklir feginsfundir á vagnstöðinni, því þar
voru komnir að taka á móti járnbrautarnefndinni þeir
Baldvin Baldvinsson, þáverandi þingmaður Gimli kjör-
dæmis, og Marino Hannesson lögmaður, maður mjög
framarlega í flokki “Conservatíva”. Þegar Baldvin leit
vfir hópinn, virtist honum þetta sú minsta 70 manna
nefnd, sem hann hafði nokkurn tíma séð !
Var honum þá tjáð, að þetta væri allt, sem eftir væri
af nefndinni,—meginið væri tvístrað í allar áttir. Baldvin
kvaðst þar kominn til að fylgja hinni stærstu járnbrautar-
nefnd—sem nú væri orðin hin minsta—í sögu fylkisins
fram fyrir ráðherra opinberra verka, sem góðfúslega hefði
lofast til að vera í broddi nefndarinnar, er hún gengi
fyrir varaforseta C.P.R. félagsins. Vildu þá allir fara og
leita hinna týndu. En Baldvin sagði, að til þess væri
enginn tími; ráðherrann væri ekki á hverju augnabliki
reiðubúinn að taka á móti nefndum, og nú stæði yfir
náðartíð, sem ekki mætti forlóga, þetta litla, sem eftir
væri af vagnhlassinu, yrði að duga. Að svo mæltu lögðu
þeir Baldvin og Marino af stað. Sveinn Thorvaldsson var
sjálfkjörinn formaður nefndarinnar og fylgdum “við
nefndin” eftir honum þar á meðal rímnahöfundurinn,
sem orti járnbrautarrímu urn þennan atburð; segir í
rímunni:
Þessu seinna suður á við,
sífelt hreinn og réttur,
frægur Sveinn, með lítið lið,
labbaði beinn, en grettur.
Baldvin og Marino komu að dyrum ráðherrans nok-
kru fyrr en “við nefndin”. Sjálfir töluðu þeh í hálfum
Idjóðum, en við héldum niðri í okkar andanum. Kvaddi
Marino dyra ofur hóglega, en alveg árangurlaust. Heyrð-