Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 78
78 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
félag var stofnað þar mjög snemma á árum (árið 1895,
að því er Guðm. Ólafsson segir), og stóð framan af með
miklum blóma; má segja, að það sé í rauninni enn við
lýði, hvað bókaeign snertir, þó ekki hafi það starfað
andanfarin ár. Góðtemplarastúka var einnig starfandi í
bygðinni um Iníð, stofnuð á sínum tíma af dr. Sigurði J.
Jóhannesson. Þjóðræknisdeild var þar einnig starfandi
um tíma.
Framan af árum, meðan byggðin var fjölmennust,
voru Islendingadagar haldnir, og mun sá fyrsti þeirra
liafa verið 2. ágúst. 1889, eða tveim árum eftir að ný-
lendan var stofnuð. Skemmtiskrá var með líkum hætti
og á slíkum hátíðardögum meðal Islendinga vestan hafs:
ræðuhöld, söngur og íþróttir (glímur fyrri á árum).
Islenzkar leiksýningar voru einnig haldnar í byggð-
inni fram eftir árum, og voru þar meðal annars, leiknir
Skugga-Sveinn og Vesturfaramir eftir séra Matthías
Jochumsson. Stjórn leikfélagsins skipuðu þeir Jón Ander-
son (Hjaltalín), og þeir bræður Jón Júlíus Johnson og
Sigurður Johnson.
Um félagslífið má bæta þessu við úr frásögn Guð-
mundar Ólafssonar:
“Árið 1897 var byrjað á skrifuðu sveitarblaði, sem
“Frumbýlingur” hét, og kom það út þó nokkur ár. Það
fjallaði mest um byggðarmál og ýmislegt annað til
skemmtunar. Það kom aðeins út á vetrum og var þá
lesið upp á skemmtisamkomum af ritstjóra og stofnanda
þess, Jóni Anderson (Hjaltalín).
Nokkuð fyrir aldamót myndaðist hér söngflokkur
undir forustu Jóns Andersons, og var við lýði þar til
hann yfirgaf byggðina 1909. Flokkurinn var góður og
hafði mikið álit út á við hjá annarra þjóða fólki, enda
var Jón Anderson góður söngkennari og organisti með
afbrigðum.”
Eigi létu konurnar sitt eftir liggja í félagsmálum,