Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 81
ALMANAK 81
skeika aldrei frá settu marki og eru köllun sinni trúir.
Vil eg hér minnast einnar konu úr frumherja hópnum
fyrsta, sem nú er komin til sigurhæða, er hefur farið alla
þessa löngu leið, séð alla þætti í sögu Vestur-íslendinga,
frá þeim fyrsta til hins síðasta, og stendur enn í straumi
lífsins, með fullum andlegum þroska og beinu baki. Og
konan er Gíslína Gísladóttir Olson í Winnipeg, tengda-
systir mín.
Hún er fædd 3. október 1868, annaðhvort á Hóli eða
Finnstöðum í Köldukinn. Voru foreldrar hennar Gísli
Kristjánsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Faðir hen-
nar mun hafa dáið ungur, því Sigríður giftist aftur, er
Gíslína var korn-ung, Páli Bjarnasyni frá Kambstöðum í
Ljósavatnsskarði, og fluttist fjölskyldan vestur um haf
1873. Var fyrst numið staðar í Ontario. En til Nýja-ls-
lands fluttu þau með fyrsta Islenzka hópnum. Voru þau
eitthvað fyrst í Norður Nýja-lslandi, en fluttu brátt til
Winnipeg og þar dó Páll 5. sept. 1884, 51 árs. (Leifur,
12. sept. 1884).
Páll var merkilegur karl og mikilfenglegur í sjón,
eftir sögn. Voru börn lians af fyrra hjónabandi. 1. Bjarni,
er kvæntist Ólínu Jóhannsdóttir Schaldemose. 2. Ámi
Jóhannes, er kvæntist Guðbjörgu Eyjólfsdóttir Jónssonar
frá Geitdal í Skriðdal í S. Múlasýslu. Hún dó í janúar
1908 í Blaine, Wash. Ámi kvæntist aftur Guðrúnu Stef-
aníu, hálfsystur Guðbjargar fyrri konu hans. Árni dó 26.
sept. 1935. 3. Aðalbjörg, sem giftist frönskum aðals-
manni, (Mr. Marriaggi) er var alkunnur hér í Vestur-
Canada um skeið, fyrir matsöluhús,!) sem hann starfrækti
í Port Arthur, Winnipeg og Calgary og máske víðar og
kend voru við hann. Aðalbjörg fór með manni sínum til
Evrópu og bjuggu þau á evjunni Korsíku í Miðjarðarhafi.
Var hann borgarstjóri í Ádjaceio, höfuðstað eyjarinnar
1) Restaurant.