Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Síða 89
ALMANAK 89
og hafði aldrei mikið að segja. Hann var tæpur meðal-
maður á hæð, en heldur þrekinn. Liðugur var hann í
öllum hreyfingum. Hann hafði blá augu. Jarpur var hann
á hár og skegg. Hann rakaði aldrei af sér skeggið. Náði
það nú langt ofan á bringu. Sagði hann, að til þess hefði
Guð gefið mönnum skeggið, að lofa því að vaxa.
Jörð Bárðar var öll skógi vaxin, er hann settist að
á henni. Nú hafði hann svolítinn akurblett og töluverðar
engjar. Hann átti nokkra nautgripi og þó nokkuð margar
sauðkindur. Tvo bolakálfa hafði hann alið upp, sem nú
voru orðnir mikið og gott uxapar. Plægði hann akurblett
sinn með uxunum. Einnig beitti hann þeim fyrir vagn,
sem hann dró á heim lielztu nauðsynjar sínar. Það kom
fyrir, að hann fór með uxana og vagninn í kaupstaðinn.
Eitt vor eftir sáningu fór Bárður í kaupstaðinn og
keyrði þá á uxum sínum. Hafði hann eitthvað af eggjum
og smjöri, sem hann skipti fyrir aðrar vörur. Hann fór
eins og hann var vanur til Glasston og skipti við James
Walker. 1 þetta sinn vildi svo til, að fjöldamargir sléttu-
búar voru að slæpast í búð James Walkers. Ekki höfðu
þeir komið til að verzla, Iieldur, eins og þeir kölluðu það,
að stytta sér stundir. Sáning var nú um garð gengin, svo
ekkert lá fyrir hendi að vinna. Meðal þessara manna var
Mike Sullivan. Hann var nú í essinu sínu. Hafði hann
oftast einn orðið og skopaðist að öllu, sem hann sá og
heyrði. Ekki var Bárður fyrr kominn inn í búðina, en
Mike Sullivan fór að skopast að honum, með öllu hugs-
anlegu móti. Bárður talaði heldur bjagaða ensku. Þótti
Mike Sullivan gaman að herma eftir Bárði og aflagaði
orð hans sem hann frekast gat. Svo fór hann að segja
sögur af Skrælingjunum frá íslandi. Það sagði hann að
væru karlar í krapinu. Hann sagði, að þessir Skrælingjar
notuðu hráan fisk og hrafnakjöt fyrir fæðu. “Spyrjið þið
karlinn þarna, hvort þetta sé ekki satt,” sagði Mike Sulli-
van; “hann er konungur Skrælingjanna. Skrælingjarnir
kíta skegg sitt vaxa, og sá, sem mest hefir skeggið, er