Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Qupperneq 89

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Qupperneq 89
ALMANAK 89 og hafði aldrei mikið að segja. Hann var tæpur meðal- maður á hæð, en heldur þrekinn. Liðugur var hann í öllum hreyfingum. Hann hafði blá augu. Jarpur var hann á hár og skegg. Hann rakaði aldrei af sér skeggið. Náði það nú langt ofan á bringu. Sagði hann, að til þess hefði Guð gefið mönnum skeggið, að lofa því að vaxa. Jörð Bárðar var öll skógi vaxin, er hann settist að á henni. Nú hafði hann svolítinn akurblett og töluverðar engjar. Hann átti nokkra nautgripi og þó nokkuð margar sauðkindur. Tvo bolakálfa hafði hann alið upp, sem nú voru orðnir mikið og gott uxapar. Plægði hann akurblett sinn með uxunum. Einnig beitti hann þeim fyrir vagn, sem hann dró á heim lielztu nauðsynjar sínar. Það kom fyrir, að hann fór með uxana og vagninn í kaupstaðinn. Eitt vor eftir sáningu fór Bárður í kaupstaðinn og keyrði þá á uxum sínum. Hafði hann eitthvað af eggjum og smjöri, sem hann skipti fyrir aðrar vörur. Hann fór eins og hann var vanur til Glasston og skipti við James Walker. 1 þetta sinn vildi svo til, að fjöldamargir sléttu- búar voru að slæpast í búð James Walkers. Ekki höfðu þeir komið til að verzla, Iieldur, eins og þeir kölluðu það, að stytta sér stundir. Sáning var nú um garð gengin, svo ekkert lá fyrir hendi að vinna. Meðal þessara manna var Mike Sullivan. Hann var nú í essinu sínu. Hafði hann oftast einn orðið og skopaðist að öllu, sem hann sá og heyrði. Ekki var Bárður fyrr kominn inn í búðina, en Mike Sullivan fór að skopast að honum, með öllu hugs- anlegu móti. Bárður talaði heldur bjagaða ensku. Þótti Mike Sullivan gaman að herma eftir Bárði og aflagaði orð hans sem hann frekast gat. Svo fór hann að segja sögur af Skrælingjunum frá íslandi. Það sagði hann að væru karlar í krapinu. Hann sagði, að þessir Skrælingjar notuðu hráan fisk og hrafnakjöt fyrir fæðu. “Spyrjið þið karlinn þarna, hvort þetta sé ekki satt,” sagði Mike Sulli- van; “hann er konungur Skrælingjanna. Skrælingjarnir kíta skegg sitt vaxa, og sá, sem mest hefir skeggið, er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.