Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 91
ALMANAK 91
hrópaði: “Verið þið hægir, drengir. Látið þið þennan
mann í friði. Það væri lítið fremdarverk af heilum hóp
af mönnum að ráðast á einn mann. Mike Sullivan er álit-
inn að vera tveggja eða þriggja manna maki. Hann ætti
að vera fær um að mæta manni, sem er miklu smærri
vexti en hann er sjálfur. Hann hefir verið að liæða þenn-
an mann og svívirða með öllu hugsanlegu móti. Lét
þessi maður sem hann heyrði það ekki eða sæi, eins lengi
og þessu var beint að honum sjálfum; þegar farið var að
sparka í saklausar skepnurnar, sem maðurinn átti, þá tók
litli maðurinn stóra manninn og gaf honum þá ráðningu,
sem honum fannst að stóri maðurinn ætti skilið. Mike
Sullivan hefir nú fengið að kenna á lúkum íslendingsins
og undraði mig ekki þótt honum yrði sár sitjandinn fyrst
um sinn. Var þetta maklegt fyrir allt háðið, sem hann
gerði að þessum friðsama manni. Þið ættuð allir með
réttu að fá sömu ráðninguna. Snáfið þið nú heim til
ykkar og blygðist ykkar fyrir framkumu ykkar í dag. En
ef þið viljið ekki láta þennan mann í friði, mun eg og
þeir, sem mér vilja fylgja, standa við hlið þessa manns
og verja hann með oddi og egg.”
Við þetta dofnaði hetjundinn í þessum sléttubúum.
Fóru þeir nú að tínast heim til sín einn eftir annan. unz
enginn var eftir af þeim.
Þegar Bárður sleppti Mike Sullivan, fór hann að
revna að skríða á fætur. Staulaðist hann brátt af stað
heim lil sín og sýndist heldur stirður til göngu. Ekki er
þess getið, að hann hafi leikið sér að því aftur að gera
gaman að Islendingum.
(1935)
O *
Frásögn Jressi er úr óprentuðum handritum höfundar, en eigi er
hess getið, hvort hún segi frá sönnum viðburði; eigi þykir mér það
samt ólíklegt, þó nöfnum sögupersónanna kunni að hafa verið
lireytt, en um það brestur mig kunnugleika.
Ritstj.