Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Qupperneq 106
106
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Sigurðardóttir Eiríkssonar beykis á Eskifirði, náskyld Sigurði
Breiðfjörð skáldi. Fluttist til Vesturheims 1891. Stóð framar-
lega í félagsmálum byggðar sinnar.
21. Jón T. Jolmson, á sjilkrahúsi í Bellingham, Wash. Fæddur á
Gimli, Man., 23. jan. 1884. Foreldrar: Jón Þórðarson frá
Litla-Dal í Eyjafjarðarsýslu og María Abrahamsdóttir frá
Hlíðarhaga i sömu sýslu. Hafði verið búsettur í Blaine, Wash-
ington, síðan 1904.
NÓVEMBER 1950
23. Þórarinn G. Sigurðsson, að heimili sínu í Blaine, Washington,
lmiginn að aldri. Foreldrar: Guttormur Sigurðsson, af ætt
Jóns vefara, og Ólöf Sölvadóttir, af Melaættinniá Austurlandi.
29. Vilberg Björn Bjömsson, að heimili sínu, Sólheimum í Geysis-
byggð i Nýja-lslandi. Fæddur að Hjarðarhaga þar í byggð
23. marz 1889, sonur landnámshjónanna Tómasar Björnsson-
ar og Ólafar Lárusdóttur, af skagfirskum og eyfirskum ættum.
DESEMBER 1950
9. Stefanía Jónsdóttir, kona Hóseassonar, að heimili sinu i Moz-
art, Sask. Fædd í Flautagerði í Stöðvarfirði í Suður-Múla-
sýslu 29. nóv. 1865. Kom til Canada með manni sínum 1903,
en höfðu búið í Mozart-byggð síðan 1905.
11. Björn Anderson, (Andrésson), einn af elztu frumherjum ís-
lenzkum í Manitoba, að heimili sínu í Baldur, Man. Fæddur
25. nóv. 1853 á Héðinshöfða á Tjömesi, en fluttist vestur um
haf frá Bakka í sömu sveit til Nýja-íslands 1876. Nam land i
Argyle-byggð 1882 og hafði átt heimili þar og í Baldur síðan.
Tók mikinn þátt í íslenzkum félagsmálum og sat lengi í
sveitarráði.
15. Steinunn Jónasdóttir Björnsson, á sjúkrahúsi i Seattle, Wash.
Fædd 10. júlí 1868 í Keldudal í Ilegranesi í Skagafirði. For-
eldrar: Jónas Jónasson og Björg Jónsdóttir. Fluttist vestur
um haf með manni sínum, Sigurði Björnssyni, 1899, og voru
lengi búsett ú Mountain, N. Dakota.
21. Hildur Snjólaug Sigurjónsson, ekkja Sigurbjörns Sigurjóns-
sonar, að heimili sínu í Winnipeg, 78 ára að aldri. Fluttist
vestur um haf frá Húsavík 18 ára gömul.
22. Þorsteinn Kristjánsson, á sjúkrahúsi í Seattle, Wash., nærri
66 ára gamall. Fluttist til Vesturheims barnungur með móður
sinni og hafði um lang skeið verið búsettur á ýmsum stöðum
á Kyrrahafströndinni.
25. Elizabet Jónsdóttir Sigurðsson, að heimili tengdasonar síns
og dóttur, í Vídir, Man. Fædd að Litlu-Giljá í Húnavatns-
sýslu 22. apríl 1868. Foreldrar: Jón Jónsson prests í Otrardal
og Oddný Jónsdóttir bónda á Beinakeldu. Fluttist vestur
um haf til Selkirk, Man., með manni smum, Steingrími Sig-
urðssyni, aldamótaárið, en til Viðisbyggðar 1909.