Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 27
ALMANAK 1939
27
3. Guðný, gift Gunnari Matthíassyni skálds Joch-
umssonar, þau búa í Los Angeles, Cal.
4. Ingibjörg, ekkja Halldórs J. Eggertssonar, hef-
ir heimilisfang í Winnipeg.
5. Albert, býr á föðurleifðinni í Argyle, hann er
giftur önnu Theódórsdóttir Jóhannssonar og
konu hans Kristjönu Kristjánsdóttir er lengi
bjuggu í Argyle og síðar í Glenboro.
6. Guðfinna, ekkja Ásgeirs J. Hallgrímssonar, sem
um skeið bjó í Edmonton og síðar í Los Angeles,
Cal., og dó þar 18. júní 1923. Hún er nú í
Brandon, Man.
7. Anna, gift hérlendum (Mrs. Lowe) í New West-
minster, B. C.
8. Sigrún, gift hérlendum (Mrs. Finley) til heim-
ilis í Winnipeg.
öll eru þau systkin vel gefin og mannkostum
búin.
Ki'istján B. Jónsson, var fæddur að Ási í Keldu-
hverfi 27. ágúst 1867. Foreldrar: Björn Jónsson
(bróðír Kristjáns fjallaskálds) og kona hans Þor-
björg Björnsdóttir. Til Vesturheims kom hann með
foreldrum sínum 1875. Var fjölskyldan fyrst í
Nýja-íslandi, en til Argyle kom Kristján 1881, og
var því með fyrstu frumherjum bygðarinnar, og þar
bjó hann allan sinn búskap með allmiklum myndar-
skap, og var hann allvel efnum búinn er hann lét af
búskap um 1926. Hann hafði afar þunga fjöl-
skyldu, en hann sló aldrei undan, ,en sótti fram með
kappi og forsjá, hann var mannkostaniaður og hinn
reglusamasti. í félags og safnaðarmálum tók hann
ætíð mikinn þátt, — hann var einlægur trúmaður
og var hann lengi í safnaðarráði og safnaðarforseti
Fríkirkjusafnaðar. Eftir að hann brá búi, flutti hann